Óvistuð atkvæði töfðu talningu í Kraganum

Talsvert var um óvistuð atkvæði í Kraganum.
Talsvert var um óvistuð atkvæði í Kraganum. mbl.is/Hari

„Það tók býsna langan tíma að klára uppgjör og fleira,“ segir Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi.

Talsvert hafi verið um óvistuð atkvæði að sögn Gests, sem kjörstjórn hafi því þurft að færa inn í gerðarbækur og setja í sérstök innsigluð umslög.

Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi.
Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi.

Lokatölur um hádegisbil

Óvistuð atkvæði eru utankjörfundaratkvæði sem berast fyrir lok kjörfundar, í aðra kjördeild en kjósandi tilheyrir, en ekki tekst að koma til skila í rétta kjördeild fyrir lok kjörfundar.

Lokatölur úr kjördæminu bárust fyrst um hádegisbil og voru því síðastar til að berast á eftir tölum úr Norðvesturkjördæmi, en lokatölur þaðan bárust á ellefta tímanum í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert