Samfylking með tæpan fjórðung atkvæða í NA

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eyþór

Sam­fylk­ing­in mæl­ist enn með flest at­kvæði í Norðaust­ur­kjör­dæmi, eða 2.371 af 10.000 at­kvæðum sem tal­in hafa verið. 

Lít­ill mun­ur er á Sjálf­stæðis­flokki, með 1.458 at­kvæði, Flokki fólks­ins með 1.429, Fram­sókn með 1.318 og Miðflokkn­um með 1.308 at­kvæði.

Viðreisn er þar á eft­ir með 1.015 at­kvæði. Vinstri græn eru með 367, Sósí­al­ista­flokk­ur­inn er með 300, Pírat­ar 186 og Lýðræðis­flokk­ur­inn 63.

174 auðir seðlar en ógild­ir eru 11.

Sam­kvæmt þess­um töl­um úr kjör­dæm­inu eru þetta þing­menn kjör­dæm­is­ins:

Kjör­dæma­kjörn­ir
  · Logi Ein­ars­son (S)
  · Jens Garðar Helga­son (D)
  · Sig­ur­jón Þórðar­son (F)
  · Ingi­björg Ólöf Isak­sen (B)
  · Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son (M)
  · Ey­dís Ásbjörns­dótt­ir (S)
  · Ingvar Þórodds­son (C)
  · Sæ­unn Gísla­dótt­ir (S)
  · Njáll Trausti Friðberts­son (D)
Upp­bót­ar
  · Katrín Sif Árna­dótt­ir (F)

Lands­yf­ir­litið sem birt­ist nú bygg­ir að hluta á niður­stöðum úr skoðana­könn­un­um, þar til komn­ar eru at­kvæðatöl­ur úr öll­um kjör­dæm­um. Eft­ir að fyrstu töl­ur eru komn­ar úr öll­um kjör­dæm­um bygg­ir lands­yf­ir­litið ein­ung­is á þeim töl­um sem gefn­ar hafa verið upp af yfir­kjör­stjórn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert