Samfylkingin mælist enn með flest atkvæði í Norðausturkjördæmi, eða 2.371 af 10.000 atkvæðum sem talin hafa verið.
Lítill munur er á Sjálfstæðisflokki, með 1.458 atkvæði, Flokki fólksins með 1.429, Framsókn með 1.318 og Miðflokknum með 1.308 atkvæði.
Viðreisn er þar á eftir með 1.015 atkvæði. Vinstri græn eru með 367, Sósíalistaflokkurinn er með 300, Píratar 186 og Lýðræðisflokkurinn 63.
174 auðir seðlar en ógildir eru 11.
Samkvæmt þessum tölum úr kjördæminu eru þetta þingmenn kjördæmisins:
Kjördæmakjörnir
· Logi Einarsson (S)
· Jens Garðar Helgason (D)
· Sigurjón Þórðarson (F)
· Ingibjörg Ólöf Isaksen (B)
· Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M)
· Eydís Ásbjörnsdóttir (S)
· Ingvar Þóroddsson (C)
· Sæunn Gísladóttir (S)
· Njáll Trausti Friðbertsson (D)
Uppbótar
· Katrín Sif Árnadóttir (F)
Landsyfirlitið sem birtist nú byggir að hluta á niðurstöðum úr skoðanakönnunum, þar til komnar eru atkvæðatölur úr öllum kjördæmum. Eftir að fyrstu tölur eru komnar úr öllum kjördæmum byggir landsyfirlitið einungis á þeim tölum sem gefnar hafa verið upp af yfirkjörstjórnum.