Sérstök tilfinning að vera jöfnunarþingmaður

Eiríkur telur að hann geti orðið kjördæmakjörinn.
Eiríkur telur að hann geti orðið kjördæmakjörinn. mbl.is/Hermann

Ei­rík­ur Björn Björg­vins­son skip­ar þriðja sæti á lista Viðreisn­ar í Suðvest­ur­kjör­dæmi og næði inn á þing sem jöfn­un­arþingmaður miðað við fyrstu töl­ur. Óviss­an er því mik­il en hann tel­ur þó Viðreisn eiga mikið inni í Krag­an­um og bind­ur von­ir við það að verða kjör­dæma­kjör­inn. 

Þetta seg­ir hann í sam­tali við mbl.is á kosn­inga­vöku Viðreisn­ar á Hót­el Borg. 

Hvernig er til­finn­ing­in að vera jöfn­un­arþingmaður að svo stöddu?

„Hún er svo­lítið sér­stök að sjálf­sögðu. Maður þekk­ir það að jöfn­un­arþing­menn eru svo­lítið inn og úti þannig þetta verður svo­lítið löng nótt,“ seg­ir Ei­rík­ur. 

Tel­ur Viðreisn eiga nóg inni

Sam­kvæmt fyrstu töl­um úr Suðvest­ur­kjör­dæmi þá er flokk­ur­inn með 14,3% fylgi og fengi tvo kjör­dæma­kjörna þing­menn. Ei­rík­ur bend­ir þó á að í síðustu kosn­ing­um hafi Viðreisn bætt við sig fylgi í kjör­dæm­inu eft­ir því sem leið á taln­ing­una. 

„Miðað við töl­urn­ar sem voru að koma þá trúi ég ekki öðru en að maður eigi mögu­leika á því að verða kjör­dæma­kjör­inn,“ seg­ir hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert