Sigmar: Augljóst ákall um breytingar

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Sig­mar Guðmunds­son, þingmaður Viðreisn­ar, kveðst ánægður með fyrstu töl­ur úr Suðvest­ur­kjör­dæmi en tel­ur að flokk­ur­inn eigi nóg inni.

    Þetta seg­ir hann í sam­tali við mbl.is á kosn­inga­vöku Viðreisn­ar á Hót­el Borg.

    Sam­kvæmt fyrstu töl­um úr Krag­an­um þá er flokk­ur­inn með 14,3% fylgi og tvo kjör­dæma­kjörna menn. 

    „Við höf­um aldrei verið með tvo kjör­dæma­kjörna áður og ég ætla leyfa mér að vona að það að þess­ar töl­ur eigi eft­ir að hækka, vegna þess að í síðustu kosn­ing­um þá byrjuðum við í sjö pró­sent­um og enduðum í tólf. Þannig það hef­ur ekki verið mik­il blönd­un í kjör­dæm­inu þá. Ég er al­veg sann­færður um það að við fáum að minnsta kosti þrjá menn í Suðvest­ur,“ seg­ir Sig­mar. 

    Í skýj­un­um

    Hann seg­ir að hann sé ánægður með töl­urn­ar sem hafa komið út land allt, þar sem þær benda til þess að Viðreisn sé að tvö­falda þing­flokk­inn. „Þannig við erum auðvitað í skýj­un­um,“ seg­ir hann. 

    Fram­sókn tap­ar miklu fylgi á milli kosn­inga miðað við fyrstu töl­ur og þá bend­ir margt til þess að Vinstri græn séu að falla af þingi. Sig­mar seg­ir aðspurður að þetta megi túlka sem ákall um breyt­ing­ar. 

    „Það er auðvitað þannig að við eig­um eft­ir að fá svo mikið af töl­um úr öðrum kjör­dæm­um, þannig þetta er enn þá svo­lítið gal­opið. En já auðvitað er þetta ákall um breyt­ing­ar. Al­veg aug­ljóst,“ seg­ir Sig­mar.

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert