Sjálfstæðismenn bæta við sig manni í Suður

Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. mbl.is/Árni Sæberg

Sjálfstæðisflokkurinn fær þrjá þingmenn kjörna í Suðurkjördæmi miðað við nýjustu tölur og bætir við sig manni á kostnað Miðflokksins frá því að fyrstu tölur voru birtar.

Þetta gerist þrátt fyrir að flokkurinn sé núna með 21,4% atkvæða, en var með 22,5% eftir fyrstu tölur.

Flokkar sem ekki koma ekki manni inn bæta aðeins við sig sem hefur þessi áhrif, en með því falla fleiri atkvæði dauð niður.

Tölur úr Suðurkjördæmi kl. 02:10.
Tölur úr Suðurkjördæmi kl. 02:10. Graf/mbl.is

Fylgi Flokks fólksins og Samfylkingarinnar minnkar aðeins á milli fyrstu og annarra talna, en þeir eru núna með 18,9% og 18,6%. Framsóknarflokkurinn bætir hins vegar við sig og fer úr 11,3% í 12,8%.

Miðflokkurinn heldur sömu prósentu og er með 11,7%, en missir hins vegar mann eins og fyrr segir.

Aðrir flokkar eru undir 2,5%.

Miðað við þessar tölur eru þetta þingmenn kjördæmisins:

Kjördæmakjörnir
  · Guðrún Hafsteinsdóttir (D)
  · Ásthildur Lóa Þórsdóttir (F)
  · Víðir Reynisson (S)
  · Halla Hrund Logadóttir (B)
  · Karl Gauti Hjaltason (M)
  · Guðbrandur Einarsson (C)
  · Vilhjálmur Árnason (D)
  · Sigurður Helgi Pálmason (F)
  · Ása Berglind Hjálmarsdóttir (S)
Uppbótar  
  · Ingveldur Anna Sigurðardóttir (D)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert