Snorri: „Ég er orðlaus“

Snorri og kona hans Nadine.
Snorri og kona hans Nadine. mbl.is/Inga

„Ég er orðlaus“, seg­ir Snorri Más­son, odd­viti Miðflokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður, í sam­tali við mbl.is.

Fyrstu töl­ur í Reykja­vík suður voru kynnt­ar fyr­ir skömmu. Miðað við þær er Miðflokk­ur­inn með 10% fylgi sem trygg­ir Snorra sæti á Alþingi. 

Kosningavaka Miðflokksins. Snorri Másson og Jakob Frímann Magnússon.
Kosn­inga­vaka Miðflokks­ins. Snorri Más­son og Jakob Frí­mann Magnús­son. mbl.is/​Arnþór

„Þetta sýn­ir það sem mig grunaði, og það sem ég hef verið að finna á mér, að við erum með ótrú­leg­an meðbyr í Reykja­vík,“ seg­ir Snorri og bæt­ir við: 

„Við erum að fara á þing í Reykja­vík fyr­ir Miðflokk­inn. Þetta er því­lík­ur heiður ef að þetta reyn­ist rétt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka