„Ég er orðlaus“, segir Snorri Másson, oddviti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, í samtali við mbl.is.
Fyrstu tölur í Reykjavík suður voru kynntar fyrir skömmu. Miðað við þær er Miðflokkurinn með 10% fylgi sem tryggir Snorra sæti á Alþingi.
„Þetta sýnir það sem mig grunaði, og það sem ég hef verið að finna á mér, að við erum með ótrúlegan meðbyr í Reykjavík,“ segir Snorri og bætir við:
„Við erum að fara á þing í Reykjavík fyrir Miðflokkinn. Þetta er þvílíkur heiður ef að þetta reynist rétt.“