Tilnefningar til Fjöruverðlauna

Dómnefndir tilnefndu bækur í þremur flokkum.
Dómnefndir tilnefndu bækur í þremur flokkum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Til­kynnt var nú á sjötta tím­an­um hvaða níu bæk­ur eru til­nefnd­ar til Fjöru­verðlaun­anna – bók­mennta­verðlauna kvenna og kvára í ár.

Dóm­nefnd­ir til­nefndu bæk­ur í þrem­ur flokk­um, þeir eru barna- og ung­linga­bók­mennt­ir, fræðibæk­ur og rit al­menns eðlis og fag­ur­bók­mennt­ir.

Barna- og ung­linga­bók­mennt­ir

Í flokki barna- og ung­linga­bók­mennta eru til­nefnd­ar bæk­urn­ar: Fía­sól í log­andi vand­ræðum eft­ir Krist­ínu Helgu Gunn­ars­dótt­ur sem Bjart­ur gef­ur út; Tjörn­in eft­ir Rán Flygenring sem Ang­ú­stúra gef­ur út og Sigrún í safn­inu eft­ir Sigrúnu Eld­járn sem Mál og menn­ing gef­ur út.

Í um­sögn dóm­nefnd­ar um bók Krist­ín­ar Helgu er bent á að um sé að ræða átt­undu bók höf­und­ar „um stelpu­skottið hana Fíu­sól. Hún er ákaf­lega upp­tek­inn sveitar­for­ingi í hjálp­ar­sveit­inni sinni, hana lang­ar að stofna dýra­björg­un­ar­deild og Skólóvisi­on er í full­um gangi. Í Vinda­vík leik­ur allt á reiðiskjálfi og Alla Malla kem­ur í skjálftafrí í bíl­skúr­inn hjá Ingólfi Gauki. Bók­in er skemmti­lega myndskreytt og aðgengi­leg fyr­ir bóka­orma á öll­um aldri.“

Um bók Rán­ar seg­ir að bók­in fjalli m.a. um „leik­gleði, vináttu og mála­miðlan­ir. Garður einn er ­upp­á­halds­leiksvæði tveggja vina og dag einn taka þau eft­ir dæld í gras­inu og þá hefst æv­in­týrið. Mynd­irn­ar kall­ast vel á við text­ann en líka ís­lensk­an nú­tíma og á af­slappaðan hátt er ýms­um áhuga­verðum orðum bætt við orðaforða ungra les­enda, til dæm­is krapa­gildra og krokk­et­bogi. Tjörn­in er fal­legt og fyndið lista­verk en líka skemmti­leg og fræðandi saga.“

Um bók Sigrún­ar seg­ir að hún veiti „inn­sýn í heim lít­ill­ar stúlku sem elst upp á Þjóðminja­safn­inu fyr­ir rúm­lega hálfri öld. Sigrún Eld­járn seg­ir hér frá fjöl­skyldu sinni, safn­hús­inu, ýms­um safn­grip­um og skemmti­leg­um at­vik­um sem allt birt­ist ljós­lif­andi í létt­leik­andi texta, mynd­um úr fjöl­skyldual­búm­inu og frá­bær­um teikn­ing­um. Hlý­leiki og húm­or eru í fyr­ir­rúmi en alls kon­ar fróðleik­ur fær að fljóta með. Sann­kallaður kon­fekt­moli fyr­ir unga sem aldna fyr­ir heim­sókn á Þjóðminja­safnið.“

Dóm­nefnd skipuðu Guðlaug Richter ís­lensku­fræðing­ur, Helga Birg­is­dótt­ir lektor í ís­lensku, og ­Júlía Mar­grét Sveins­dótt­ir bók­mennta­fræðing­ur.

Fræðibæk­ur og rit al­menns eðlis

Í flokki fræðibóka og rita al­menns eðlis eru til­nefnd­ar bæk­urn­ar: Strá fyr­ir straumi. Ævi Sig­ríðar Páls­dótt­ur 1809-1871 eft­ir Erlu Huldu Hall­dórs­dótt­ur sem Bjart­ur gef­ur út; Jötn­ar hund­vís­ir. Nor­ræn­ar goðsagn­ir í nýju ljósi eft­ir Ing­unni Ásdís­ar­dótt­ur sem Hið ís­lenska bók­mennta­fé­lag gef­ur út og Duna. Saga kvik­mynda­gerðar­konu eft­ir Krist­ínu Svövu Tóm­as­dótt­ur og Guðrúnu Elsu Braga­dótt­ur sem Mál og menn­ing gef­ur út.

Í um­sögn dóm­nefnd­ar um bók Erlu Huldu seg­ir að þar sé ­dreg­in upp „lif­andi mynd af ís­lensku sam­fé­lagi með grein­ingu og túlk­un á sendi­bréf­um nítj­ándu ald­ar. Í þessu vandaða verki fá les­end­ur að kynn­ast orðfæri kvenna, sam­fé­lags­grein­ing­um þeirra og aðferðum til að hafa áhrif á líf sitt og um­hverfi. Jafn­framt miðlar Erla Hulda aðferðum sín­um á upp­lýs­andi hátt, set­ur rann­sókn­ar­spurn­ing­ar í alþjóðlegt fræðasam­hengi og hvet­ur þannig les­end­ur til að rann­saka bréfa­söfn fyrri kyn­slóða og kynn­ast þeim „venju­legu“ rödd­um sem þar má finna.“

Um bók Ing­unn­ar seg­ir að höf­und­ur dragi upp „áhuga­verða mynd af jötn­um og mögu­lega ólíku hlut­verki þeirra en mót­ast hef­ur hingað til í vit­und fólks. Með því að rann­saka sjálf­stætt hlut­verk jötna í öðrum heim­ild­um en Eddu Snorra Sturlu­son­ar virðist sem jötn­ar hafi gegnt mik­il­væg­ara hlut­verki; verið aldn­ir og fróðir (hund­vís­ir) en ekki ófreskj­ur. Bók­in dreg­ur fram hve lif­andi vís­indi þjóðar­arf­ur­inn er og fær­ir bæði fróðleiks­fús­um aðgengi­legt efni og legg­ur til mál­anna í rann­sókn­ar­heimi nor­rænn­ar goðafræði.“

Um bók Krist­ín­ar Svövu og Guðrún­ar Elsu seg­ir: „Efni bók­ar­inn­ar er unnið af alúð og vand­virkni og víða glitt­ir í óborg­an­leg­an húm­or Guðnýj­ar [Hall­dórs­dótt­ur] þegar hún lýs­ir bar­áttu sinni við kerfið og aðstöðuleysi þeirra sem vildu veg ís­lenskr­ar kvik­mynda­gerðar sem mest­an.“

Dóm­nefnd skipuðu Brynja Helgu Bald­urs­dótt­ir ís­lensku­fræðing­ur, Hulda Stein­gríms­dótt­ir um­hverf­is­fræðing­ur og Sól­veig Ásta Sig­urðardótt­ir nýdoktor í bók­mennta­fræði.

Fag­ur­bók­mennt­ir

Í flokki fag­ur­bók­mennta eru til­nefnd­ar Rifs­berja­dal­ur­inn eft­ir Ásdísi Óla­dótt­ur sem Ver­öld gef­ur út; Mold­in heit eft­ir Birgittu Björgu Guðmars­dótt­ur sem Drápa gef­ur út og Eldri kon­ur eft­ir Evu Rún Snorra­dótt­ur sem Bene­dikt gef­ur út.

Í um­sögn dóm­nefnd­ar um ljóðabók ­Ásdís­ar seg­ir að ljóð henn­ar láti „lítið yfir sér en geyma ólg­andi til­finn­ing­ar, nautn­ir og níst­andi sárs­auka. Veitt er op­in­ská og ein­læg inn­sýn í heim geðveik­inn­ar sem ljóðmæl­andi leit­ast við að sefa með lyf­inu Risper­dal, sem tit­ill bók­ar vís­ar til. Í seinni hluta bók­ar bíður nýr veru­leiki þar sem hvunndag­ur­inn er sveipaður ljóðrænu og ást­in er hvik­ul. Ljóðin eru meitluð, nær­göng­ul og ein­stak­lega áhrifa­rík.“

Um skáld­sögu Birgittu Bjarg­ar seg­ir að þar tak­ist list­ir, nátt­úra og ólg­andi til­finn­ing­ar á. „Hrynj­andi ljóðræns text­ans knýr fram­vindu áfram þar sem meg­in­stef eru ást, miss­ir og innri leit. Form texta og lita­notk­un ljær frá­sögn­inni dýpt og er les­anda gefið rými til að skynja og túlka at­b­urðarás sem lýkst upp eft­ir því sem líður á og rís hæst í sólódansi aðal­per­són­unn­ar. Birgitta Björg slær hér nýj­an og for­vitni­leg­an bók­menntatón.“

Um skáld­sögu Evu Rún­ar seg­ir að leit að ást og ör­yggi sé leiðar­stefið. „Að baki býr þrá eft­ir um­hyggju en und­ir yf­ir­borðinu krauma ­erfiðar æskuminn­ing­ar, tengsl­arof og rót­leysi. Bygg­ing frá­sagn­ar og form end­ur­spegla innra líf aðal­per­sónu og dýpka frá­sögn­ina en fíkn og þrá­hyggja keyra fram­vindu sög­unn­ar áfram um leið og aðstæður skýr­ast. Eva Rún skap­ar hér ný­stár­leg­an sagna­heim um mik­il­vægt um­fjöll­un­ar­efni af mik­illi leikni.“

Dóm­nefnd skipuðu Jóna Guðbjörg Torfa­dótt­ir fram­halds­skóla­kenn­ari, Krist­ín Ástgeirs­dótt­ir sagn­fræð­ing­ur og Sigrún Birna Björns­dótt­ir fram­halds­skóla­kenn­ari.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert