Umboðsmaður Alþingis skoðar dvalarleyfisumsóknir

Umboðsmaður Alþingis skoðar málsmeðferð Útlendingastofnunar.
Umboðsmaður Alþingis skoðar málsmeðferð Útlendingastofnunar. mbl.is/Hjörtur

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun um afgreiðslu umsókna um dvalarleyfi eftir að útlendingalögum var breytt. Beinast sjónir hans meðal annars að því hvort lögunum hafi verið beitt afturvirkt.

Þetta kemur fram á vef umboðsmanns Alþingis. Þar segir að embættinu hafi borist ábendingar um nýlega afgreiðslu Útlendingastofnunar á umsóknum um endurnýjun tímabundins dvalarleyfis og umsóknum um ótímabundið dvalarleyfi hafi lögum verið beitt með afturvirkum hætti.

Stofnunin hafi ekki vakið athygli á kærurétti

„Þá hefur verið bent á að dæmi séu um að umsækjendur hafi ekki fengið ákvörðun í máli sínu birta með viðeigandi hætti auk þess sem Útlendingastofnun hafi ekki gætt að leiðbeiningarskyldu sinni, þ. á m. að því er snýr að kærurétti umsækjenda til æðra stjórnvalds. Hefur umboðsmaður því óskað eftir að Útlendingastofnun varpi ljósi á nokkur atriði áður en tekin verður afstaða til þess hvort tilefni sé til frekari athugunar,“ segir á vef stofnunarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka