Draumur rætist um að bjóða börnunum í ferðalag

Tveir miðahafar duttu í lukkupottinn á laugardagskvöldið.
Tveir miðahafar duttu í lukkupottinn á laugardagskvöldið. mbl.is/Karítas

Margir voru eflaust ánægðir með tölurnar sem litu dagsins ljós á laugardagskvöld í alþingiskosningum en tveir miðaeigendur í Lottóinu voru þó alveg sérlega ánægðir þegar þeir sáu að tölurnar sem þeir höfðu á Lottómiðum sínum væru þær sömu og höfðu komið upp í úrdrætti kvöldsins.

Lottópotturinn var þrefaldur og var fyrsti vinningurinn tæpar 35 milljónir og skilaði hvorum miðaeigandanum 17,4 skattfrjálsum milljónum.

Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að annar vinningshafinn er karlmaður sem keypti miðann sinn í Shellskálanum í Austurmörk í Hveragerði. Hann heimsótti höfuðstöðvar Íslenskrar getspár á mánudagsmorgun. Hann sagði að draumurinn væri að geta nú loksins boðið börnunum sínum með sér í ferðalag í aðeins heitara loftslag. 

Borga vel inn á lánið

Hinn vinningshafinn sem var með allar tölur réttar er kona sem keypti sinn miða í gegnum Lottóappið. Hún sagðist enn ekki vera farin að trúa þessu, sagðist einfaldlega vera bíða eftir því að vakna og komast að því að þetta væri bara draumur. Konan hafði nýverið fest kaup á íbúð og sagði það ólýsanlega tilfinningu að geta nú strax borgað vel inn á lánið sitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert