Manndrápsmál á borði ákæruvaldsins

Lögregla við störf á vettvangi. Líkið fannst nærri Vatnsskarði á …
Lögregla við störf á vettvangi. Líkið fannst nærri Vatnsskarði á Sveifluhálsi, norðan Kleifarvatns. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­an hef­ur lokið rann­sókn á mann­dráps­mál­inu sem teng­ist lík­fund­in­um við Krýsu­vík­ur­veg í sept­em­ber. 

Málið fer nú á borð sak­sókn­ara að sögn El­ín­ar Agnes­ar Krist­ín­ar­dótt­ir, aðstoðar yf­ir­lög­regluþjóns hjá miðlægri rann­sókn­ar­deild Lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, sem staðfesti við mbl.is að rann­sókn­inni væri lokið að hálfu lög­regl­unn­ar. 

Málið þekkja les­end­ur lík­lega vel en þjóðin var sleg­in óhug þegar lög­regl­unni var til­kynnt um lík 10 ára gam­all­ar stúlku skammt frá Krýsu­vík­ur­vegi. 

Lög­regl­an greindi frá því síðar að faðir stúlk­unn­ar væri grunaður um að hafa banað henni en hann hafði haft sam­band við lög­regl­una og vísað á líkið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert