Verð á sælgæti Nóa Síríus hækkar verulega

Vörur frá Nóa hækka talsvert meira í verði í samanburði …
Vörur frá Nóa hækka talsvert meira í verði í samanburði við vörur frá Lindu, Góu og Freyju.

Sæl­gæti frá Nóa Síríus hækk­ar veru­lega í verði á milli ára eða um 24% í Bón­us og um 22% í Krón­unni.

Þetta kem­ur fram í niður­stöðum verðlags­eft­ir­lits Alþýðusam­bands Íslands (ASÍ). 

Þar seg­ir að Nói Síríus skeri sig úr þegar breyt­ing­ar á verði eft­ir fram­leiðend­um í Krón­unni og Bón­us eru skoðaðar. Verð á vör­um frá Freyju, Góu og Lindu hækka mun minna eða um 7 til 10%. 

Verð hækk­ar í Ice­land en lækk­ar í Nettó

Mat­vöru­búðin Ice­land sker sig úr í hækk­un verðlags á milli ára. Frá nóv­em­ber í fyrra til nóv­em­ber í ár hef­ur verðlag í Ice­land hækkað um 10%. 

Þetta er mun meira en í öðrum mat­vöru­versl­un­um. 

Verðlag hef­ur hækkað um 4% í Bón­us og 2,2% í Krón­unni á milli ára. 

Að meðaltali hafa vör­ur í Nettó hækkað um 0,4% þegar ekki er vegið eft­ir mik­il­vægi vöru­flokka. Vör­ur sem fást einnig í Bón­us hafa lækkað um 4% í verði á milli ára en vör­ur sem er ekki að fá í Bón­us hafa hækkað um 2% að meðaltali. 

Egg lækka í verði

Af þeim vöru­flokk­um sem voru til skoðunar hjá verðlags­eft­ir­lit­inu voru það kart­öfl­ur sem hækkuðu mest í verði hjá Bón­us og Krón­unni. Þrír vöru­flokk­ar lækkuðu í verði, þar á meðal egg.

Síðustu mánuði hef­ur verið umræða um eggja­skort á land­inu og því áhuga­vert að var­an lækki í verði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert