Landskjörstjórn frestar úthlutun þingsæta

Úr þingsal.
Úr þingsal. mbl.is/Eyþór

Lands­kjör­stjórn hef­ur frestað fundi um út­hlut­un þing­sæta sem átti að halda á morg­un.

Þetta er gert að beiðni yfir­kjör­stjórn­ar í Suðvest­ur­kjör­dæmi, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá lands­kjör­stjórn.

Seg­ir þar enn frem­ur að lands­kjör­stjórn muni taka ákvörðun um hvar og hvenær fund­ur­inn verði hald­inn eins fljótt og hægt er. Verður til­kynn­ing þess efn­is birt á vef lands­kjör­stjórn­ar og á kosn­ing.is.

Þá verður til­kynn­ing jafn­framt send til umboðsmanna þeirra stjórn­mála­sam­taka sem buðu fram við alþing­is­kosn­ing­ar.

Höfðu ekki skýra heim­ild

Greint hef­ur verið frá því að umboðsmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins hafi lagt fram beiðni um end­urtaln­ingu í Suðvest­ur­kjör­dæmi eft­ir kosn­ing­arn­ar á laug­ar­dag.

Formaður yfir­kjör­stjórn­ar kjör­dæm­is­ins sagði í sam­tali við mbl.is að eng­in skýr heim­ild væri fyr­ir yfir­kjör­stjórn­ina í kosn­inga­lög­um til þess að taka ákvörðun um end­urtaln­ingu.

Sagði hann einnig að kjör­stjórn­in hefði lokið sín­um störf­um og að lands­kjör­stjórn myndi fara yfir ágrein­ings­at­kvæði á út­hlut­un­ar­fund­in­um sem átti að halda á morg­un.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert