Lát hjóna í Neskaupstað: Hinn grunaði var í húsinu

Frá lögregluaðgerðum í Neskaupstað í sumar.
Frá lögregluaðgerðum í Neskaupstað í sumar. Ljósmynd/Aðsend

Rann­sókn á láti hjóna á átt­ræðis­aldri sem fund­ust lát­in á heim­ili sínu í Nes­kaupstað í ág­úst virðist að mestu lokið sam­kvæmt því sem fram kem­ur í áfrýjuðum úr­sk­urði héraðsdóms um gæslu­v­arðhald í mál­inu.

Útlit er fyr­ir að rann­sókn­inni ljúki inn­an skamms þegar all­ar upp­lýs­ing­ar liggja fyr­ir. 

„Af gögn­um máls­ins verður ráðið að rann­sókn þess sé að mestu lokið en skýrsl­ur munu hafa verið tekn­ar af öll­um vitn­um og vett­vangs­rann­sókn lokið,“ seg­ir í úr­sk­urðinum.

„Þá munu niður­stöður líf­sýn­a­rann­sókna liggja fyr­ir en beðið er eft­ir niður­stöðum blóðferla­skýrslu tækni­deild­ar lög­reglu sem eru að sögn sókn­araðila vænt­an­leg­ar á næstu dög­um. Skýrsl­ur um krufn­ingu liggja ekki fyr­ir en munu jafn­framt vera vænt­an­leg­ar á næstu dög­um.“

Mikið storknað blóð á föt­um manns­ins

Karl­maður er grunaður um að hafa valdið dauða fólks­ins og hef­ur verið vistaður á viðeig­andi stofn­un eins og gert hef­ur verið und­an­farið. 

Í gögn­un­um kem­ur fram að þegar lög­regla tók mann­inn hönd­um á bif­reið hjón­anna í Reykja­vík hafi hann verið með eig­ur þeirra í fór­um sín­um, til að mynda banka­kort. Auk þess hafi föt hans verið blóðug.

„Mikið hafi verið af ætluðu storknuðu blóði á fatnaði og skóm,“ seg­ir í úr­sk­urðinum.

Á heim­ili hjón­anna höfðu lög­reglu­menn orðið þess var­ir að bif­reið þeirra var horf­in. 

Maður­inn viður­kenndi við yf­ir­heyrsl­ur að hafa verið á heim­ili hjón­anna í Nes­kaupstað en neitaði því að hafa verið vald­ur að dauða þeirra. Þau hafi þegar verið lát­in. Útskýr­ing­ar hins grunaða á því hvers vegna hann hafi ekki til­kynnt um slasað eða látið fólk þóttu ekki trú­verðugar.  

Að sögn vitna sást maður­inn við hús hjón­anna að kvöldi 21. ág­úst. Vitni segj­ast skömmu síðar hafa heyrt „þung bank-högg“ úr íbúðinni. Sjúkra­flutn­inga­menn komu fyrst­ir á vett­vang og greindu lög­regl­unni frá því að fólkið væri greini­lega látið. 

Stríði gegn rétt­ar­vit­und al­menn­ings

Hinn grunaði verður áfram vistaður á viðeig­andi stofn­un til 20. des­em­ber. Lands­rétt­ur staðfesti þar með úr­sk­urð héraðsdóms frá því 27. nóv­em­ber en verj­andi manns­ins skaut úr­sk­urðinum til Lands­rétt­ar. Krafðist maður­inn þess að úr­sk­urður­inn yrði felld­ur úr gildi og til vara að tím­inn yrði stytt­ur. 

Í niður­stöðu Lands­rétt­ar kem­ur fram að varðhald sé nauðsyn­legt með til­liti til al­manna­hags­muna. 

Þá stríði það gegn rétt­ar­vit­und al­menn­ings ef ein­stak­ling­ur sem sterk­ur grun­ur leik­ur á um að hafi framið svo al­var­legt brot gangi laus meðan mál hans er til meðferðar í rétt­ar­vörslu­kerf­inu.

Hættu­leg­ur vegna veik­inda

Að mati geðlækn­is benda viðtöl við mann­inn til þess að hann sé hættu­leg­ur öðrum vegna veik­inda og þurfi að vist­ast á viðeig­andi stofn­un.

Hann þurfi að sæta ör­uggri gæslu.

„Hann þurfi jafn­framt að fá sér­hæfða meðferð til lengri tíma í ljós al­var­leika veik­inda sinna og hversu lang­vinn og inn­gró­in þau virðast vera,“ seg­ir meðal ann­ars í úr­sk­urðinum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka