Liggur ekki á að sameinast öðrum

Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir ótímabært að bollaleggja sameiningar á vinstri kantinum og að það sé ekki hlutverk einstakra forystumanna flokksins að mæla fyrir um slíkt. Stofnanir flokksins og grasrót þurfi að fjalla um það. 

Þetta kemur í Dagmálum Morgunblaðsins í dag, en þar er rætt um úrslit og afleiðingar alþingiskosninganna um liðna helgi við þau Líf og Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins.

Þátturinn er opinn öllum áskrifendum Morgunblaðsins og horfa má á hann í heild með því að smella hér.

„Ég er bara rosaánægð ef þetta verður vinstri stjórn,“ segir Líf um stjórnarmyndunarviðræðurnar, þó hún segi í gamni að helst vildi hún að úr yrði stjórnarkreppa og nýjar kosningar, þar sem Vinstri grænir næðu að rétta hlut sinn.

Hún telur að flokknum gefist nægt ráðrúm til þess að huga að slíkum málum á næstunni, þar liggi ekkert á.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert