Fjölbrautaskóli Suðurlands (FSu) fer ekki í verkfall 1. febrúar á næsta ári verði enn ósamið í kjaradeilum kennara.
FSu var meðal níu skóla sem fóru í verkfall þann 29. október, einn framhaldsskóla. Síðar lögðu kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík niður störf.
Verkfallið átti að standa til 20. desember en var afstýrt þann 29. nóvember.
Kennsla hófst að nýju og verkfallsaðgerðum frestað til febrúar, að því gefnu að ekki verði búið að semja fyrir þann tíma.
Í tilkynningu á Facebook-síðu skólans segir að hugsanlegar verkfallsaðgerðir muni beinast að öðrum skólum.
„Stjórnir og samninganefndir Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum hafa tekið þá ákvörðun að verkföll hefjist ekki aftur í FSu verði enn ósamið í kjaradeilunni þann 1. febrúar. Í staðinn munu hugsanlegar aðgerðir beinast að öðrum framhaldsskólum strax í febrúar,“ segir í tilkynningu sem barst skólanum og vísað er í í færslunni.