Yfir 60 á bráðamóttöku vegna hálkuslysa

Fólk á gangi í hálku fyrr á árinu.
Fólk á gangi í hálku fyrr á árinu. mbl.is/Árni Sæberg

Alls hafa 62 ein­stak­ling­ar leitað á bráðamót­töku Land­spít­al­ans vegna slysa tengd­um hálku síðan á mánu­dag­inn.

16 manns hafa leitað á bráðamót­tök­una í dag vegna hálku­slysa. 

Þetta seg­ir Hjalti Már Björns­son, yf­ir­lækn­ir á bráðamót­tök­unni, í svari við fyr­ir­spurn mbl.is, og miðar þar við klukk­an 15 í dag. 

Eitt­hvað um bein­brot og höfuðhögg

Í flest­um til­fell­um er um minni­hátt­ar áverka að ræða en nokkuð hef­ur þó verið um bein­brot og höfuðhögg.

Tveir ein­stak­ling­ar hafa þurft að leggj­ast inn á spít­al­ann vegna hálku­slys­anna.

Hjalti Már Björnsson.
Hjalti Már Björns­son. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Ekki pláss fyr­ir 40 manns

Hjalti Már seg­ir mjög mikið álag á bráðamót­tök­unni þessa stund­ina, þar sem á annað hundrað manns eru til meðferðar. Þar af eru 40 manns sem ekki hef­ur fund­ist pláss fyr­ir á legu­deild­um Land­spít­al­ans.

„Við minn­um á að fara var­lega í hálk­unni og nota mann­brodda,“ seg­ir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert