Yfir á rauðu ljósi: Tveir fluttir á slysadeild

Sjúkrabíll á ferðinni.
Sjúkrabíll á ferðinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir voru flutt­ir á slysa­deild með minni­hátt­ar meiðsli eft­ir að sendi­bíll og fólks­bíll rák­ust sam­an á gatna­mót­um Sæ­braut­ar og Holta­veg­ar um hálf­tíu­leytið í morg­un.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu fór ann­ar bíll­inn yfir á rauðu ljósi, sem leiddi til árekstr­ar­ins. 

Báðir bíl­ar skemmd­ust nokkuð en varðstjór­inn hef­ur ekki upp­lýs­ing­ar um hvort þeir voru dregn­ir af vett­vangi. Tækja­bíll slökkviliðsins á höfuðborg­ar­svæðinu var send­ur á svæðið til að tryggja vett­vang.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert