Ákvörðun um ákæru liggur fyrir á næstu dögum

Frá rannsókn lögreglu á vettvangi í september.
Frá rannsókn lögreglu á vettvangi í september. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ákvörðun um hvort gef­in verði út ákæra á hend­ur mann­in­um sem er grunaður um að hafa orðið dótt­ur sinni að bana, hinni tíu ára gömlu Kolfinnu Eld­eyju Sig­urðardótt­ur, mun liggja fyr­ir á allra næstu dög­um.

Á mánu­dag­inn verða liðnar 12 vik­ur frá því hinn grunaði var hneppt­ur í gæslu­v­arðhald en sam­kvæmt lög­um um meðferð saka­mála er aðeins heim­ilt að vista grunaða í gæslu­v­arðhaldi í 12 vik­ur án þess að ákæra sé gef­in út gegn þeim.

Karl Ingi Vil­bergs­son, sak­sókn­ari hjá embætti héraðssak­sókn­ara, seg­ir við mbl.is að málið sé komið inn á borð sak­sókn­ara og það blasi við að ákvörðun um hvort gef­in verði út ákæra verði tek­in fyr­ir mánu­dag­inn.

Eins og mbl.is greindi frá í fyrra­dag hef­ur lög­regla lokið rann­sókn á mann­dráps­mál­inu. Stúlk­an fannst lát­in við Krýsu­vík­ur­veg þann 15. sept­em­ber síðastliðinn og var faðir henn­ar hand­tek­inn við Krýsu­vík­ur­veg­inn dag­inn sem líkið fannst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka