Dýrkeypt vinstribeygja Viðreisnar

Kosningaúrslit voru áfall fyrir vinstrið, segir Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins. Hann telur að það muni reynast Viðreisn dýrkeypt gagnvart kjósendum sínum að hlaupa rakleiðis í vinstristjórn að kosningum loknum.

Þetta kemur í Dagmálum Morgunblaðsins í dag, en þar er rætt um úrslit og afleiðingar alþingiskosninganna um liðna helgi við þau Bergþór og Líf Magneudóttur, borgarfulltrúa Vinstri grænna.

Þátturinn er opinn öllum áskrifendum Morgunblaðsins og horfa má á hann í heild með því að smella hér.

Bergþór bendir á að borgaralegir flokkar til hægri við miðju hafi fengið mikið fylgi, bæði Miðflokkur og Viðreisn bætt verulega á sig og Sjálfstæðisflokkur unnið varnarsigur. Á sama tíma hafi flokkar yst til vinstri þurrkast út, en Samfylkingin fært sig til hægri að miðjunni.

Hann telur að það muni reynast Viðreisn erfitt að standa að myndun vinstristjórnar, bæði gagnvart borgaralega þenkjandi kjósendum sínum, en hann nefnir einnig stórkarlalegar hugmynd Flokks fólksins í ríkisfjármálum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert