Eyða milljörðum í megrunarlyf

Ríflega 10 þúsund Íslendingar notuðu lyfið Wegovy á fyrstu ellefu …
Ríflega 10 þúsund Íslendingar notuðu lyfið Wegovy á fyrstu ellefu mánuðum þessa árs. AFP/Scott Olson

Íslend­ing­ar hafa varið rúm­um tveim­ur millj­örðum króna í þyngd­ar­stjórn­un­ar­lyfið Wegovy á fyrstu ell­efu mánuðum árs­ins. Lang­stærst­ur hluti er ein­stak­ling­ar sem fá lyfið upp­áskrifað af lækni en mæta ekki skil­yrðum fyr­ir greiðsluþátt­töku frá Sjúkra­trygg­ing­um Íslands.

Á ár­inu 2024 voru 10.733 ein­stak­ling­ar á lyf­inu og greiddu fyr­ir það úr eig­in vasa, tæp­lega 1,8 millj­arða króna sam­tals.

987 manns fá Wegovy niður­greitt af Sjúkra­trygg­ing­um. Hef­ur það kostað SÍ rúm­ar 200 millj­ón­ir króna á þessu ári að greiða niður lyfið og ein­stak­ling­ana um 20 millj­ón­ir króna sam­tals.

Þetta má lesa út úr þeim gögn­um sem Morg­un­blaðið kallaði eft­ir frá Sjúkra­trygg­ing­um Íslands um greiðsluþátt­töku lyfja.

Kort/​mbl.is

Færri á Ozempic

Um helm­ingi færri, eða 4.991 ein­stak­ling­ur, hafa notað syk­ur­sýk­is­lyfið Ozempic á þessu ári og mætt skil­yrðum fyr­ir greiðsluþátt­töku frá SÍ. Hafa SÍ niður­greitt lyfið fyr­ir rúm­lega 1,1 millj­arð króna á þessu ári og er það litlu meiri kostnaður en á öllu síðasta ári, en þá voru 5.067 manns á lyf­inu með greiðsluþátt­töku frá SÍ.

Ríf­lega 1.600 manns hafa fengið Ozempic upp­áskrifað frá lækni en ekki mætt skil­yrðum fyr­ir greiðsluþátt­töku. Hafa þeir greitt sam­tals 127 millj­ón­ir króna úr eig­in vasa fyr­ir lyfið á ár­inu. Ef notk­un milli ár­anna 2023 og 2024 er bor­in sam­an má sjá að færri ein­stak­ling­ar eru á Ozempic.

Þannig voru 3.953 á lyf­inu árið 2023 án þess að fá það niður­greitt, en aðeins 1.624 á fyrstu 11 mánuðum árs­ins 2024. Lít­il­lega færri fá lyfið niður­greitt, eða 76 færri en á síðasta ári.

Ítar­legri um­fjöll­un má lesa í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert