Formaður landskjörstjórnar: „Boltinn er hjá þeim“

Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar.
Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landskjörstjórn bíður eftir að heyra frá yfirkjörstjórn í Suðvesturkjördæmi eftir að sú síðarnefnda óskað eftir frestun á fundi landskjörstjórnar um úthlutun þingsæta sem átti að vera í dag.

17 utankjörfundaratkvæði

Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar, segir að yfirkjörstjórnin hafi óskað eftir frestuninni til að taka fyrir beiðni frá umboðsmönnum Framsóknarflokksins um endurtalningu og „þar sem það liggur fyrir að taka til úrskurðar 17 utankjörfundaratkvæði sem hafa ekki verið tekin til úrskurðar“.

„Boltinn er hjá þeim,“ segir Kristín en landskjörstjórn getur ekki fundað um úthlutun þingsæta fyrr en yfirkjörstjón hefur lokið sínu starfi.

„Það er ekki búið að boða neinn fund en vonandi verður það sem fyrst,“ segir Kristín jafnframt, spurð út í næsta fund landskjörstjórnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert