Grindvísk verslun opnar í Njarðvík

Linda vinstra megin og tengdadóttir hennar á hægri hönd, Alexandra …
Linda vinstra megin og tengdadóttir hennar á hægri hönd, Alexandra Marý Hauksdóttir. Alexandra sér um vefsíðu Palóma sem Linda segir að sé ómetanlegt. Ljósmynd/Aðsend

Grind­víska fata­versl­un­in Palóma föt og skart hef­ur opnað í Njarðvík í Reykja­nes­bæ en versl­un­in hætti starf­semi í Grinda­vík eft­ir rým­ingu sveit­ar­fé­lags­ins á síðasta ári.

„Ég er svo glöð að vera kom­in þarna, maður er búin að vera ein­hvern veg­inn á flakki. Þannig von­andi er ég búin að staðsetja mig á rétt­um stað,“ seg­ir Linda Gunn­ars­dótt­ir, eig­andi Palóma, í sam­tali við mbl.is.

Vík­ur­frétt­ir greindu fyrst frá og ræddu við Lindu. Þar seg­ir hún að það verði að fá að koma í ljós hvort að hún muni opna Palóma aft­ur í Grinda­vík einn dag­inn.

Búðin kom­in til að vera

Það sé þó víst að búðin sé kom­in til að vera á Njarðarbraut, en hún sjálf er frá Njarðvík.

„Búðin er kom­in til að vera á þess­um stað og hvort ég opni aft­ur í Grinda­vík verður bara að koma í ljós, þetta er auðvitað hent­ugri staðsetn­ing hér og þegar ég flyt aft­ur heim er maður ekki lengi að skjót­ast hingað. Þetta kem­ur bara í ljós en ég er mjög ánægð með að vera búin að opna hér, hlakka mikið til að taka á móti viðskipta­vin­um hér í þessu bjarta og opna rými,“ seg­ir hún í sam­tali við Vík­ur­frétt­ir.

Alexandra segir að það sé alltaf heitt á könnunni og …
Al­ex­andra seg­ir að það sé alltaf heitt á könn­unni og ken­fekt í boði. Ljós­mynd/​Al­ex­andra

Fylltu 40 feta gám

Eft­ir rým­ing­una í Grinda­vík opnaði versl­un­in á Ásbrú en nú er búið að færa versl­un­ina í stærra hús­næði í Njarðvík.

„Það fór vel um mig upp á Ásbrú en ég gat ekki hafnað þessu tæki­færi og mjög skemmti­legt að vera með Maríu í Mari­on hinum meg­in í hús­næðinu. Byrj­un­in lof­ar svo sann­ar­lega góðu, það er búið að vera mikið að gera að und­an­förnu, við fyllt­um 40 feta gám þar sem við vor­um í Ásbrú og það voru hæg heim­an­tök­in að fá flutn­ing á gámn­um, Gunn­ar son­ur minn vinn­ur hjá pabba sín­um hjá Jóni & Mar­geir,” seg­ir Linda í sam­tali við Vík­ur­frétt­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert