Spáði fyrir um brotthvarf VG af þingi

Ragnar Gunnarsson virðist svo gott sem hafa spáð fyrir um útkomu Vinstri grænna í alþingiskosningunum í viðtali í Dagmálum fyrir rúmum átta mánuðum síðan.

Ragnar er líklega betur þekktur sem Raggi sót og var söngvari í hljómsveitinni Skriðjöklum sem gerði það gott á níunda og tíunda áratugnum. Raggi var í viðtali hjá Eggerti Skúlasyni í Dagmálum hér á mbl.is hinn 25. mars.

Barst talið hjá þeim félögum að forsetakosningunum sem þá stóðu fyrir dyrum og fóru fram 1. júní en á þeim tímapunkti höfðu einhverjir lýst yfir framboði til forseta. Þó ekki Katrín Jakobsdóttir og Eggert nefndi Katrínu.

Þá svaraði Raggi sót: „Þá held ég að stjórnin springi.“

Segja má að sú spá hafi ræst um hálfu ári eftir viðtalið þegar stjórnarsamstarfi var slitið og boðað til kosninga.

Eggert sagðist þá telja að heldur væri farið að fjara undan því að Katrín myndi gefa kost á sér í forsetakosningunum.

Svaraði Raggi þá sem er greinilega spámannlega vaxinn:

„Hún [Katrín] gæti hugsanlega gengið frá Vinstri grænum með því að bjóða sig fram.“

Vinstri græn fengu slæma útreið án Katrínar í nýafstöðnum kosningum og voru ekki nálægt því að ná manni á þing með 2,3% fylgi.

Ragnar Gunnarsson, eða Raggi sót eins og hann er gjarnan …
Ragnar Gunnarsson, eða Raggi sót eins og hann er gjarnan kallaður, var sannspár um útreið vinstrisins í nýafstöðnum alþingiskosningum. Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert