„Þetta getur þú fengið fyrir $570.000 á Íslandi.“
Svona hljóðar færsla fjölmiðilsins New York Times þar sem samantekt fasteigna á Íslandi sem kosta um 80 milljónir íslenskra króna er deild.
Umfjöllunin birtist í gær og hefur töluverður fjöldi brugðist við henni og skrifað athugasemdir við hana.
Í umfjölluninni eru þrjár fasteignir nefndar sem eru staðsettar annars vegar í Grímsnesi og hins vegar á Norðurstíg og Unnarstíg í Vesturbænum og kemur þar fram að þær kosti um 80 milljónir króna.
Allar fasteignirnar eru aðgengilegar á fasteignavef mbl.is.