Fara út kokhraustir en snúa svo við

Ferðamenn klæða sig í mannbrodda.
Ferðamenn klæða sig í mannbrodda. Ljósmynd/Halldór Kolbeins

Formaður Fé­lags leiðsögu­manna seg­ir mann­brodda vera orðna að staðal­búnaði í mörg­um bíl­um ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækja hér á landi yfir vetr­ar­tím­ann.

Veit­ir það ekki af enda get­ur hálk­an verið mik­il á helstu ferðamanna­stöðunum, þar á meðal á Geys­is­svæðinu. Þar hef­ur sér­lega mik­il hálka verið und­an­farið vegna auk­inn­ar virkni í hver­un­um.

Ferðamenn á gangi í hálku á Geysissvæðinu.
Ferðamenn á gangi í hálku á Geys­is­svæðinu. Ljós­mynd/​Aðsend

„Eft­ir þess­ar breyt­ing­ar er þetta öðru­vísi og hef­ur kannski komið mönn­um aðeins í opna skjöldu en það er gott til þess að vita að menn sem starfa þar leggja sig fram við að tryggja svæðin,“ seg­ir Hall­dór Kol­beins, ljós­mynd­ari og formaður Fé­lags leiðsögu­manna, spurður út í aðstæður á Geys­is­svæðinu.

Spurður út í mann­brodd­ana seg­ir hann að fyr­ir­tækið sem hann starfar hjá, Nice Tra­vel, bjóði upp á þá og brýni fyr­ir ferðamönn­um að setja þá á sig. Fyr­ir vikið hafi slys­um þar sem fólk renn­ur til og meiðir sig fækkað til muna.

Teygt sig í mannbrodda í bílnum.
Teygt sig í mann­brodda í bíln­um. Ljós­mynd/​Hall­dór Kol­beins

Sum­ir koma með sína eig­in mann­brodda

„Það er mjög al­gengt að menn fari út kok­hraust­ir og komi svo eft­ir smá­stund og nái sér í brodd­ana,“ seg­ir Hall­dór, innt­ur eft­ir því hvort ferðamenn­irn­ir hlusti á hann. Hann nefn­ir að stór hluti þeirra sem hingað koma glími einnig við vetr­araðstæður heima fyr­ir og kunni að klæða sig rétt.  

„Fólk er yf­ir­leitt mjög vel búið fyr­ir vet­ur­inn og marg­ir koma með brodda með sér,“ bæt­ir hann við og nefn­ir sem dæmi banda­ríska konu sem fór gullna hring­inn með stoppi í Hvamms­vík á dög­un­um sem hafði sína eig­in brodda meðferðis.

Gúmmístígur við Arnarstapa sem hentar íslenskum vetraraðstæðum vel, að sögn …
Gúmmí­stíg­ur við Arn­arstapa sem hent­ar ís­lensk­um vetr­araðstæðum vel, að sögn Hall­dórs. Ljós­mynd/​Hall­dór kol­beins

Staðal­búnaður hjá öll­um?

Einnig seg­ir Hall­dór mik­il­vægt að benda ferðamönn­um sem eru óvan­ir því að nota brodda að ganga ekki á þeim inn­an­húss.

„Það er búin að mynd­ast ákveðin hefð í kring­um þetta hjá þeim fyr­ir­tækj­um sem eru að bjóða upp þetta en það er spurn­ing hvort þetta ætti ekki að vera staðal­búnaður hjá þeim öll­um,“ seg­ir hann um notk­un mann­brodda.

Horft út á Lónsdranga á Snæfellsnesi.
Horft út á Lóns­dranga á Snæ­fellsnesi. Ljós­mynd/​Hall­dór Kol­beins

Aðstæður hafa batnað 

Hall­dór seg­ir aðstæður að vetri til á ferðamanna­stöðum hafa lag­ast með ár­un­um en alltaf séu þó brota­lam­ir inni á milli.

„Á mörg­um stöðum er viki­lega vel hugsað vel um hlut­ina en svo er nátt­úr­an auðvitað sí­breyti­leg líka,“ seg­ir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert