Halla hafnaði boði Frakklandsforseta

Halla Tómasdóttir fékk boð á enduropnun Notre Dame kirkjunnar í …
Halla Tómasdóttir fékk boð á enduropnun Notre Dame kirkjunnar í París. Samsett mynd/mbl.is/Karítas/AFP

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hafnaði boði frá Emmanuel Macron Frakklandsforseta um að vera viðstödd enduropnun Notre Dame-kirkjunnar.

Þessi goðasagnakennda bygging sem er eitt af kennimerkjum Parísar, hefur nú hlotið endurnýjun lífdaga eftir stórbruna árið 2019.

Opnunarhátíð var haldin í fyrradag þar sem Frakkar buðu þjóðhöfðingjum og mektarmönnum í samfélaginu að viðstadda opnunina.

Halla fékk boð en frá embætti forseta fengust þær upplýsingar að Halla hefði ekki séð sér fært að mæta. Ástæðan eru stjórnarmyndunarviðræður sem nú standa yfir á Íslandi. Þá fengust þær upplýsingar að forsetinn fengi almennt fleiri boð en hann hefði tök á að þiggja sökum anna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert