„Þetta er einstaklega gott tækifæri fyrir einhvern sem hefur kraft og þor – og á einhvern aur,“ segir Gísli Pálmason, einn eigenda Heydals í Súðavíkurhreppi. Jörðin og vinsæl ferðaþjónusta sem þar hefur verið rekin í rúma tvo áratugi hefur verið auglýst til sölu. Verðmiðinn er 600 milljónir króna.
Samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi Leopoldssyni, fasteignasala hjá Fasteignamiðstöðinni, fylgir tilheyrandi eignarland og sameignarréttindi með í kaupunum sem og allur búnaðar og annað tilheyrandi. Segir Magnús að um mjög áhugaverða eign sé að ræða sem eflaust eigi eftir að vekja athygli margra.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.