Sagðist ætla að „kála“ Hafdísi

Frá Vopnafirði. Maðurinn er grunaður um að hafa beitt járnkarli …
Frá Vopnafirði. Maðurinn er grunaður um að hafa beitt járnkarli til að kyrkja Hafdísi og reynt að stinga hana í kviðinn. Ljósmynd/Aðsend

Karl­maður sem réðst á fyrr­ver­andi sam­býl­is­konu sína á Vopnafirði í októ­ber er sterk­lega grunaður um til­raun til mann­dráps, eða eft­ir at­vik­um sér­stak­lega hættu­lega lík­ams­árás með járn­karli.

Vitni á vett­vangi seg­ir að karl­maður­inn hafi sagt við sig að hann hafi ætlað að „kála henni“.

Þetta kem­ur fram í gæslu­v­arðhalds­úrsk­urði yfir mann­in­um.

Héraðsdóm­ur hafði úr­sk­urðað mann­inn í gæslu­v­arðhald til 10. janú­ar en þeim úr­sk­urði var skotið til Lands­rétt­ar. Lands­rétt­ur hef­ur úr­sk­urðað hann í gæslu­v­arðhald til allt að 7. janú­ar.

Vitni grein­ir frá orðaskipt­um við mann­inn

Haf­dís Bára Óskars­dótt­ir, brotaþol­inn, sagði mann­inn hafa sagst ætla að „klára þetta bara“ áður en hann réðst á hana, að því er fram kem­ur í grein­ar­gerð héraðssak­sókn­ara.

Greindi vitni einnig frá því að maður­inn hefði sagt rétt eft­ir at­vikið að hann hefði ætlað að „kála henni“, er hann var spurður hvað hon­um gekk til. 

Karl­maður­inn viður­kenndi á vett­vangi að hann hefði lent í deil­um við Haf­dísi og ráðist að henni.

Grunaður um að hafa reynt að kyrkja hana

Karl­maður­inn er sterk­lega grunaður um að hafa veist að Haf­dísi með járn­karli, reynt að stinga hana í kviðinn og reynt að kyrkja hana með járn­karl­in­um.

Í áverka­vott­orði frá heilsu­gæsl­unni kem­ur fram að brotaþoli sé með áverka á hálsi, bólgu og roði eft­ir áhald sem beitt var, sár í hægri lófa sem blæddi úr.

Frá 19. októ­ber hef­ur karl­maður­inn sætt gæslu­v­arðhaldi og vist­un á viðeig­andi stofn­un.

Óttaðist um líf sitt

Haf­dís steig fram í Kast­ljósi RÚV í vik­unni þar sem hún sagði mann­inn hafa ráðist á sig inni í skemmu fyr­ir utan heim­ili henn­ar.

„Hann teyg­ir sig í járnkall­inn og ræðst á mig. Það fyrsta sem hann ger­ir er að reyna stinga mig í kviðinn, tvisvar eða þris­var sinn­um. Hann nær að hrinda mér í gólfið og sest ofan á mig og set­ur járn­karl­inn yfir háls­inn á mér og þrýst­ir bara.“

Hún sagðist hafa ótt­ast um líf sitt og reynt að fá mann­inn til að hugsa um syni henn­ar en þann yngri eiga þau sam­an.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert