„Ég hef aldrei ætlað að verða neitt annað“

Helgi Hjaltalín Eyjólfsson hlaut Gerðarverðlaunin í dag.
Helgi Hjaltalín Eyjólfsson hlaut Gerðarverðlaunin í dag. mbl.is/Eyþór

„Maður er lít­il sál sem finnst öll vegtylla góð svo það er þakk­arvert að manni sé hampað. Það er alltaf gott þegar ein­hver tek­ur eft­ir því sem maður er að gera. Ég er því fyrst og fremst mjög þakk­lát­ur,“ seg­ir Helgi Hjaltalín Eyj­ólfs­son, mynd­list­armaður og hand­hafi Gerðar­verðlaun­anna sem veitt voru í fimmta sinn í dag í Gerðarsafni í Kópa­vogi.

Eru þau til heiðurs Gerði Helga­dótt­ur mynd­höggv­ara og veitt lista­manni fyr­ir ríku­legt fram­lag til högg­mynda- og rým­islist­ar á Íslandi. Áður hafa þau Rósa Gísla­dótt­ir, Þór Vig­fús­son, Finn­bogi Pét­urs­son og Ragna Ró­berts­dótt­ir hlotið verðlaun­in. 

Helgi Hjaltalín Eyjólfsson eftir að honum voru veitt Gerðarverðlaunin í …
Helgi Hjaltalín Eyj­ólfs­son eft­ir að hon­um voru veitt Gerðar­verðlaun­in í dag. Ljós­mynd/​Aðsend

Húm­orísk­ur und­ir­tónn

Helgi út­skrifaðist frá lista­sviði Fjöl­brauta­skól­ans í Breiðholti 1988. Að því námi loknu lá leiðin í Mynd­lista- og handíðaskóla Íslands 1988-1991, Kunstaka­demie Dus­seldorf 1991-1992, AKI í Hollandi 1992-1994 og San Francisco Art Institu­te 1994-1995. Þá hef­ur Helgi verið virk­ur í sýn­ing­ar­haldi á Íslandi sem og er­lend­is síðan á náms­ár­un­um en hann rak sýn­ing­ar­rýmið 20 fer­metra um hríð og hef­ur sinnt ýms­um störf­um tengd­um mynd­list, svo sem stjórn­ar­setu í Mynd­höggv­ara­fé­lag­inu í Reykja­vík og í Ný­l­ista­safn­inu, verið í sýn­ing­ar­nefnd­um og starfað við kennslu.

Í um­sögn dóm­nefnd­ar í ár seg­ir að verk Helga séu óður til hand­verks­ins og vanga­velt­ur um sam­fé­lag sam­tím­ans.

„Verk­in bera gjarn­an póli­tísk­an keim og ávarpa sam­fé­lags­leg mál­efni með húm­orísk­um und­ir­tón. Hag­an­lega unnið hand­verk spil­ar stór­an þátt í skúlp­túr­um Helga með viðar­verk­um, sem vísa í heima­fram­leiðslu á ýms­um nytja­hlut­um með ólík­um tákn­um, svo sem klukk­ur, vopn og gervi­fæt­ur. Verk hans eru gjarn­an leik­ur að skala þar sem fundn­ar mynd­ir eru stækkaðar upp úr öllu valdi á meðan aðrir hlut­ir minnka niður í mín­í­a­t­úra.“

„Fólkið mitt er að stórum hluta iðnaðarmenn svo ég kem …
„Fólkið mitt er að stór­um hluta iðnaðar­menn svo ég kem svo­lítið úr þeim kúltúr að maður eigi að vinna vinn­una vel og vanda sig. Þaðan kem­ur þetta element að reyna að koma hugs­un og til­finn­ingu í efni.“ mbl.is/​Eyþór

Mynd­list­in á vinn­ing­inn

Innt­ur eft­ir því hvernig hann lýsi eig­in verk­um seg­ist Helgi fyrst og fremst trúa á hug og hönd. 

„Þetta er svona gam­aldags verk­færi, að hugsa hluti og vinna þá svo í efni. Ég er búin að prufa hina og þessa miðla og láta gera hluti fyr­ir mig en það end­ar alltaf með því að ég þarf ein­hvern veg­inn að koma við og gera þetta sjálf­ur, vinna hlut­ina í hönd­un­um. Fólkið mitt er að stór­um hluta iðnaðar­menn svo ég kem svo­lítið úr þeim kúltúr að maður eigi að vinna vinn­una vel og vanda sig. Þaðan kem­ur þetta element að reyna að koma hugs­un og til­finn­ingu í efni.“

Aðspurður í fram­hald­inu svar­ar hann því til að hann sæki inn­blástur­inn víða. 

„Ég er áhugamaður um margt en mynd­list­in er alltaf stöðugur inn­blást­ur. Nú er ég til dæm­is með hérna fyr­ir fram­an mig ný­lega bók sem Lista­safnið gaf út um 140 verk og það að fletta í gegn­um hana er mik­il nær­ing. Ég hef líka alltaf haft mik­inn áhuga á alþjóðastjórn­mál­um og sögu, þar er ég eng­inn spek­ing­ur en maður dýf­ir tán­um í hitt og þetta og skoðar. Inn­blástur­inn kem­ur því úr mörg­um átt­um,“ út­skýr­ir hann og tek­ur fram í kjöl­farið að hann hafi ávallt vitað að það myndi liggja fyr­ir hon­um að feta lista­braut­ina. 

„Ég hef aldrei ætlað að verða neitt annað. Ég hafði eng­an áhuga á því að verða slökkviliðsmaður eða lækn­ir. Ég hef reynt að vera hitt og þetta en mynd­list­in er ein­hver streng­ur sem ég kemst aldrei mjög langt frá.“

Nán­ar verður rætt við Helga á menn­ing­arsíðum Morg­un­blaðsins á mánu­dag­inn, þann 16. des­em­ber.

„Ég hef reynt að vera hitt og þetta en myndlistin …
„Ég hef reynt að vera hitt og þetta en mynd­list­in er ein­hver streng­ur sem ég kemst aldrei mjög langt frá,“ seg­ir Helgi í sam­tali við blaðamann. mbl.is/​Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert