Stefán E. Stefánsson
Kjósendur kölluð eftir ríkisstjórn sem horfði til hægri en ekki vinstri. Þetta er mat Björns Bjarnasonar, fyrrum ráðherra. Hann telur áhættu felast í því að kalla fjölda fólks að við stjórnarmyndun.
Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Björn á vettvangi Spursmála þar sem skyggnst er yfir hið pólitíska landslag í kjölfar kosninganna. Bendir hann á að Samfylkingin hafi sópað upp fylgi með því að færa sig til hægri og að á sama tíma hafi flokkarnir lengst til vinstri á litrófinu, þ.e. Píratar, Sósíalistar og VG, annað tveggja, þurrkast út eða ekki náð manni inn á þing.
Hann telur að það tómarúm sem flokkarnir fyrrnefndu skilji eftir sig valdi því að Samfylkingin muni færa sig til vinstri. Það muni flokkurinn gera til þess að höfða til þeirra kjósenda sem nú hafi ekki rödd fyrir sig á þingi.
Í viðtalinu er Björn spurður út í hvernig stjórnarmyndunarviðræðurnar sem nú standa yfir blasi við honum. Telur hann áhættu felast í því að kalla marga einstaklinga að borðinu í málefnahópa sem ætlað sé að móta stjórnarsáttmála til næstu fjögurra ára. Sú hefð, að leiðtogar flokkanna komi sér saman um meginlínur og fái svo samþykki fyrir þeirri stefnu á vettvangi sinna þingflokka hafi alla jafna gefist vel.
Viðtalið við Björn má sjá í heild sinni hér að neðan: