Breytist um áramótin en fá litlar upplýsingar

Jón Þór Skaftason, sölustjóri hjá Erninum.
Jón Þór Skaftason, sölustjóri hjá Erninum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Um ára­mót­in mun verð á hefðbundn­um reiðhjól­um hækka um 24% með breyttri út­færslu á íviln­ana­kerfi vegna kaupa á vist­væn­um far­ar­tækj­um. Mun íviln­un­in frá og með ára­mót­um aðeins eiga við um raf­magns­hjól en ekki hefðbund­in hjól. Þá fer íviln­un­in nú í gegn­um Orku­sjóð, en ekki með því að versl­an­ir sjái um sam­skipt­in við skatta­yf­ir­völd.

Þrátt fyr­ir að nýj­ar regl­ur eigi að taka gildi strax í upp­hafi árs hafa hjóla­versl­an­ir ekki fengið að vita ná­kvæm­lega hvernig út­færsl­an á breyt­ing­unni verður. For­svarsmaður hjóla­versl­un­ar seg­ir yf­ir­völd ekki hafa svarað fyr­ir­spurn­um um hvernig fyr­ir­komu­lagið eigi að vera og að slíkt sam­skipta­leysi sé gríðarlega óþægi­legt, sér­stak­lega þegar panta þurfi inn vör­ur með margra mánaða fyr­ir­vara.

Hefðbund­in hjól munu hækka um 24%

Jón Þór Skafta­son, sölu­stjóri hjá Ern­in­um, seg­ir í sam­tali við mbl.is breyt­ing­una helst koma niður á þeim sem kaupi barna­hjól og ódýr­ari hjól sem ekki séu raf­magns­drif­in, en að óbreyttu mun verð þeirra hækka um 24% vegna þess­ar­ar breyt­ing­ar. Þá seg­ir hann skjóta skökku við að á sama tíma og til­gang­ur íviln­un­ar­inn­ar sé að styðja við notk­un vist­vænna sam­göngu­máta, þá sé íviln­un fyr­ir hefðbund­in hjól felld niður að fullu. „Hefðbund­in reiðhjól eru vissu­lega vist­vænni en raf­magns­hjól,“ seg­ir hann. „Þetta er í raun fá­rán­legt.“

Jón Þór seg­ist hafa áhyggj­ur af því að þessi breyt­ing muni sér­stak­lega koma niður á þeim sem ekki hafi endi­lega mikið milli hand­anna, eða þeirra sem eiga nokk­ur börn, en þá verði enn dýr­ara að kaupa hjól fyr­ir hóp­inn. Það leiði svo til þess að færri al­ist upp við að nota þenn­an vist­væna far­ar­máta. „Nógu hátt var verðið orðið. Við sjá­um fram á að færri geti keypt hjól fyr­ir börn á næsta ári,“ seg­ir hann.

Aðrar leiðir farn­ar í ná­granna­lönd­um

Hann velt­ir því einnig fyr­ir sér hvort út­færsl­an á íviln­un í gegn­um Orku­sjóð sé besta út­færsl­an sem hefði verið hægt að fara í. Ef horft er til þess hvernig fyr­ir­komu­lagið hef­ur verið með íviln­an­ir með vist­væna bíla og Orku­sjóð þá hafa bíla­eig­end­ur sjálf­ir þurft að sækja um hana í stað þess að verðið sé lækkað hjá umboðinu.

Þá bend­ir Jón Þór á að í Finn­landi og Bretlandi hafi verið far­in sú leið að end­ur­greiðslan/​íviln­un­in fari í gegn­um at­vinnu­rek­enda. Þar sé íviln­un­in enda hluti af því að fá fleiri til að ferðast til og frá vinnu á hjóli. „Þá er þetta þannig að fyr­ir­tæki kaupa hjól fyr­ir starfs­menn og fá svo af­slátt af tekju­skatti frá rík­inu,“ seg­ir hann, en sá af­slátt­ur sé þá í raun af­slátt­ur af hjól­inu. „Þetta hef­ur vakið mikla lukku í Bretlandi,“ bæt­ir hann við.

Sífellt fleiri velja að nota reiðhjól sem samgöngutæki allan ársins …
Sí­fellt fleiri velja að nota reiðhjól sem sam­göngu­tæki all­an árs­ins hring. Með breyttri út­færslu á íviln­un­ar­kerfi stjórn­valda verða það bara raf­magns­hjól sem njóta íviln­un­ar en ekki hefðbund­in hjól. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Seg­ir hann að hér á landi þar sem skatta­kerfið sé nú­tíma­legt og tækni­vætt ætti þessi út­færsla að vera nokkuð ein­föld.

Eins og breyt­ing­in er sett fram, með samþykkt fjár­laga, mun það lík­leg­ast valda því að öll hjól, bæði raf­magns og hefðbund­in, munu hækka í verði í versl­un­um um allt að 96 þúsund krón­um, en 96 þúsund krón­ur voru há­markið sem hægt var að fá í íviln­un vegna virðis­auka af hjól­um áður. Þegar kem­ur að raf­magns­hjól­um mun svo kaup­andi lík­lega sækja um íviln­un til Orku­sjóðs, en í til­felli raf­bíla á að greiða slíka íviln­un út á inn­an við tveim­ur dög­um.

Í til­felli hefðbund­inna hjóla fell­ur íviln­un­in hins veg­ar al­veg niður, líkt og áður seg­ir.

Svar­leysi yf­ir­valda og auk­in óvissa fyr­ir­tækja

Líkt og fram kom í til­kynn­ingu frá stjórn­ar­ráðinu eft­ir að fjár­lög voru samþykkt á að út­færa regl­ur um íviln­an­ir sem eiga að taka gildi um ára­mót­in. Ekk­ert slíkt ligg­ur þó enn fyr­ir. „Til að halda áfram að styðja við notk­un vist­vænna sam­göngu­máta samþykkti Alþingi að beina því til um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra að styrkja kaup ein­stak­linga á raf­magns­hjól­um í gegn­um Orku­sjóð. Mun ráðherra út­færa regl­ur um út­hlut­un styrkja til kaupa á slík­um sam­göngu­tækj­um fyr­ir 1. janú­ar 2025,“ seg­ir í til­kynn­ingu ráðuneyt­is­ins.

Jón Þór tek­ur fram að verst í öllu þessu ferli hafi verið svara­leysi og sam­skipta­leysi yf­ir­valda. Eng­ar upp­lýs­ing­ar hafa feng­ist hvernig ná­kvæm­lega eigi að út­færa þessa breyt­ingu, þrátt fyr­ir að aðeins um hálf­ur mánuður sé í hana.

Þá hafi hann í fyrra, þegar virðis­auka­skatt­sí­viln­un­in var fram­lengd um eitt ár, þurft að ganga á eft­ir því að fá svör frá þing­manni hvernig fyr­ir­komu­lagið yrði, því eng­inn frá ráðuneyt­inu hefði haft sam­band við reiðhjóla­versl­an­ir. „Við fáum ekki að vita neitt nema á síðustu stundu þegar búið er að gera pant­an­ir fyr­ir næsta ár,“ bæt­ir hann við, en flest­ar reiðhjóla­versl­an­ir gerðu pant­an­ir fyr­ir næsta vor nú í haust.

Með þessu seg­ir Jón Þór að óviss­an hafi auk­ist um­tals­vert og hjá Ern­in­um, sem er ein stærsta, ef ekki stærsta hjól­reiðaversl­un lands­ins, hafi verið ákveðið að panta frek­ar færri hjól en fleiri.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert