Ekki hægt að setja hámark á hælisumsóknir

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Þing­menn segja að það sé lög­fræðilega ómögu­legt að setja há­mark á það hversu marg­ir hæl­is­leit­end­ur koma til lands­ins á ári. Þó geti póli­tík­in búið til um­hverfi sem trygg­ir það að sem fæst­ir komi til lands­ins.

    Þetta kem­ur fram í Dag­mál­um þar sem Dag­björt Há­kon­ar­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Snorri Más­son, þingmaður Miðflokks­ins, ræddu um ýmis mál­efni.

    Hægt að búa til um­hverfi sem trygg­ir færri um­sókn­ir

    Finnst þér 2.000 hæl­is­leit­end­ur á ári vera of mikið?

    „Varðandi töl­una – mér finnst gott að koma inn á það – við get­um ekki verið að stíla inn á eitt­hvað cap [há­mark] hérna. „Nú mega bara ekki fleiri sækja um“. Fyr­ir það fyrsta þá er það lög­fræðileg­ur ómögu­leiki að koma í veg fyr­ir það að fleiri en x marg­ir sæki um,“ seg­ir Dag­björt.

    Snorri Más­son tek­ur und­ir orð Dag­bjart­ar en seg­ir að það sé póli­tísk­ur mögu­leiki að stuðla að því með öll­um til­tæk­um ráðum að fækka hæl­is­um­sókn­um.

    Íslenskt lagaum­hverfi veld­ur því að fleiri sækja um hæli hér

    Dag­björt bend­ir að að mikið hafi verið gert á und­an­förn­um árum til þess að af­nema sér­ís­lensk­ar regl­ur og hún seg­ir enn óljóst hvaða áhrif breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­um í vor munu hafa.

    Þar að auki nefn­ir hún að enn sé fjöldi fólks sem komi frá Úkraínu.

    „Það eru marg­ir þætt­ir sem má benda á sem eru í ís­lensku reglu­um­hverfi sem leiðir til þess að þeir eru fleiri. Eins og þetta að við erum ekki með ef­fektífa, skil­virka leið til þess að koma fólki sem er hér ólög­lega úr landi. Það geng­ur mjög illa að mörgu leyti, sú fram­kvæmd. Ef að sú fram­kvæmd gengi bet­ur þá væri það ein­fald­lega eitt­hvað sem spyrst út,“ seg­ir Snorri og bæt­ir við að Íslend­ing­ar þurfi að spyrja sig hvernig sé hægt að hafa al­gjöra stjórn á landa­mær­um lands­ins.

    Snorri og Dag­björt ræddu ýmis hita­mál á borð við út­lend­inga­mál, rétt­trúnað, stöðu vinst­ris­ins, um­hverf­is­mál og ný­legt bann Breta við veit­ingu kynþroska­bæl­andi lyfja til barna.

    Áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins geta horft á þátt­inn í heild sinni með því að smella hér.

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert