Málflutningur VG „ómarkviss“ í umhverfismálum

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Dag­björt Há­kon­ar­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir að Vinstri græn hafi náð litl­um sem eng­um ár­angri í um­hverf­is­mál­um. Sam­fylk­ing­in hafi hins veg­ar skýra stefnu í mála­flokkn­um.

    „Við höf­um ekk­ert sem hönd á snert­ir sem er ár­ang­ur og úr­bæt­ur og eitt­hvað fýs­ískt sem Vinstri græn geta sagt „þetta gerðum við í þágu um­hverf­is­ins“. Það voru jú vissu­lega friðlýs­ing­ar en það var karp og ómark­visst tal um til dæm­is mjög grund­vall­ar­hluti eins og orku­öfl­un og hvaða framtíðar­sýn við höf­um í þeim efn­um á þing­inu þar síðasta vet­ur – síðasta vet­ur segi ég,” seg­ir Dag­björt í Dag­mál­um.

    Dag­björt mætti í þátt­inn ásamt Snorra Más­syni, þing­manni Miðflokks­ins, þar sem farið var yfir hin ýmsu mál.

    Ekki rétt að Sam­fylk­ing­in hafi ekki stefnu í mála­flokkn­um

    Spurð að því af hverju um­hverf­is­mál­in voru nán­ast ekk­ert til umræðu í ný­af­stöðnum kosn­ing­un­um seg­ir Dag­björt að all­ar rann­sókn­ir sýni að eft­ir því sem fólk á meira efna­hags­lega erfitt upp­drátt­ar þá ein­blíni það frek­ar á efna­hags­mál.

    „Hús­næðismál­in, efna­hags­mál­in og heil­brigðismál­in voru meg­in-fókus­inn í þess­um kosn­ing­um. Það þýðir ekki að hitt skipti ekki máli,“ seg­ir Dag­björt.

    Hún seg­ir að þeir sem tali um að Sam­fylk­ing­in hafi ekki stefnu í um­hverf­is­mál­um hafi ekki rétt fyr­ir sér.

    „Við töl­um við fyr­ir sjálf­bærri ork­u­nýt­ingu og orku­öfl­un,“ seg­ir hún.

    Snorri og Dag­björt ræddu ýmis hita­mál á borð við út­lend­inga­mál, rétt­trúnað, stöðu vinst­ris­ins, um­hverf­is­mál og ný­legt bann Breta við veit­ingu kynþroska­bæl­andi lyfja til barna.

    Áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins geta horft á þátt­inn í heild sinni með því að smella hér.

    Frá landsfundi VG í október.
    Frá lands­fundi VG í októ­ber. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal
    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert