Refsing leigubílstjóra fyrir kynferðisbrot milduð

Leigubílstjórinn braut á konunni þegar hún var nýorðin 17 ára. …
Leigubílstjórinn braut á konunni þegar hún var nýorðin 17 ára. Hún var á leið frá Reykjavík til Reykjanesbæjar, en hann er sagður hafa misnotað sér að hún var illa á sig komin, síma- og peningalaus, fjarri heimili sínu, illa klædd í slæmu veðri, þegar hann bauð henni far. mbl.is/Unnur Karen

Lands­rétt­ur hef­ur mildað dóm yfir leigu­bíl­stjóra sem dæmd­ur hafði verið í tveggja ára fang­elsi í héraðsdómi fyrr á þessu ári fyr­ir að hafa nauðgað 17 ára gam­alli stúlku árið 2022, en maður­inn braut ít­rekað á henni á leiðinni frá Hafnar­f­irði í Reykja­nes­bæ.

Tel­ur Lands­rétt­ur að um kyn­ferðis­lega áreitni sé að ræða en ekki nauðgun eins og héraðsdóm­ur hafði dæmt fyr­ir.

Maður­inn, Abd­ul Habib Kohi, er fund­inn sek­ur um það at­hæfi sem hon­um er gert að sök í ákæru máls­ins, en í því fólst að hann kyssti hana á munn­inn, þuklaði á brjóst­um henn­ar inn­an- og utan­k­læða, þuklaði á kyn­fær­um henn­ar utan­k­læða og nuddaði kyn­færi henn­ar innan­k­læða.

Lands­rétt­ur: Kyn­ferðis­leg áreitni en ekki nauðgun

Taldi ákæru­valdið þetta varða við 194. grein al­mennra hegn­ing­ar­laga, en hún tek­ur til nauðgun­ar. Var Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur þessu sam­mála og dæmdi mann­inn í tveggja ára fang­elsi sam­kvæmt því, en sam­kvæmt þeirri laga­grein skal refs­ing vera frá 1 ári upp í 16 ár.

Í dómi Lands­rétt­ar kem­ur fram að óvar­legt þætti að slá því föstu að Abd­ul hafi snert kyn­færi kon­unn­ar með þeim hætti að það ætti við um önn­ur kyn­ferðismörk sam­kvæmt þeirri grein al­mennra hegn­ing­ar­laga sem tek­ur til nauðgun­ar.

Er vísað til þess að með lög­skýr­ing­um á 194. grein­inni komi fram að skýra beri hug­takið „önn­ur kyn­ferðismök“ frem­ur þröngt þannig að átt sé við kyn­ferðis­lega mis­notk­un á lík­ama annarr­ar mann­eskju sem komi í stað hefðbund­ins sam­ræðis eða hafi gildi sem slíkt. Séu það at­hafn­ir sem veiti eða séu al­mennt til þess falln­ar að veita hinum brot­lega kyn­ferðis­lega full­næg­ingu.

Túlk­un­ar­atriði hvenær þukl og káf verður nauðgun

Þá er vísað til grein­ar 199 í al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um, en hún nær til kyn­ferðis­legr­ar áreitni og er með tveggja ára há­marks­refs­ingu. Tel­ur dóm­ur­inn að at­hæfi manns­ins falli bet­ur und­ir það ákvæði laga en nauðgun:

„Kyn­ferðis­leg áreitni fel­ist meðal ann­ars í því að strjúka, þukla eða káfa á kyn­fær­um eða brjóst­um ann­ars manns innan­k­læða sem utan, enn frem­ur í tákn­rænni hegðun eða orðbragði sem er mjög meiðandi, ít­rekað eða til þess fallið að valda ótta. Í lög­skýr­ing­ar­gögn­um með ákvæðinu seg­ir að kyn­ferðis­leg áreitni sé hátt­semi kyn­ferðis­legs eðlis, sem hvorki telj­ist sam­ræði né önn­ur kyn­ferðismök,“ seg­ir í dóm­in­um.

„Hún fel­ist í hvers kon­ar snert­ingu á lík­ama annarr­ar mann­eskju sem sé and­stæð góðum siðum og sam­skipta­hátt­um. Um efri mörk áreitn­inn­ar, það er mörk­in gagn­vart öðrum kyn­ferðismök­um, seg­ir að það sé kyn­ferðis­leg áreitni að strjúka, þukla eða káfa á kyn­fær­um eða brjóst­um þolanda inn­an klæða sem utan. Slíkt þukl eða káf geti þó verið á því stigi, ákaft eða langvar­andi, að um önn­ur kyn­ferðismök sé að ræða. Ef fingri er stungið inn í leggöng sé hátt­sem­in kom­in á annað stig, hún sé orðin önn­ur kyn­ferðismök.“

Framb­urður manns­ins mis­vís­andi og ótrú­verðugur

Fram kem­ur í dóm­in­um að kon­an hafi talið mann­inn hafa nuddað kyn­færi sín í alla­vega hálfa mín­útu. Þá er fall­ist á fyrri niður­stöðu héraðsdóm um að framb­urður manns­ins hafi verið svo mis­vís­andi og ótrú­verðugur að hon­um beri að hafna og að framb­urður kon­unn­ar sé tal­inn trú­verðugur, en hann eigi sér einnig stoð í gögn­um máls­ins.

Kon­an fékk far með hon­um aðfaranótt sunnu­dags­ins 25. sept­em­ber árið 2022 frá miðbæ Reykja­vík­ur til Reykja­nes­bæj­ar, en í framb­urði kon­unn­ar kom fram að hann hafi fyrst brotið á henni þegar hann kom í Hafn­ar­fjörð og svo ít­rekað eft­ir það. Gerði Abd­ul það meðal ann­ars með því að þukla á henni, líkt og fyrr seg­ir.

Not­færði sér að kon­an var síma- og pen­inga­laus, fjarri heim­ili og illa klædd í vondu veðri

Á Reykja­nes­braut­inni stoppaði leigu­bíl­stjór­inn bif­reiðina við Grinda­víkuraf­leggj­arann svo að hún gæti kastað upp. Eft­ir það sett­ist hún aft­ur inn í bíl­inn og leigu­bíl­stjór­inn byrjaði að kyssa hana gegn henn­ar vilja.

Lagði leigu­bíl­stjór­inn svo aft­ur af stað og á meðan hann ók bif­reiðinni nuddaði hann kyn­færi henn­ar innan­k­læða og hætti því rétt áður en þau komu á áfangastað. Líf­sýni sem tek­in voru staðfesta að Abd­ul snerti hana.

Er tekið fram að maður­inn hafi not­fært sér slæm­ar aðstæður kon­unn­ar, sem var illa á sig kom­in, síma- og pen­inga­laus, fjarri heim­ili sínu, illa klædd í slæmu veðri, þegar hann bauð henni far með leigu­bif­reið sem hann ók. Er hann sem fyrr seg­ir dæmd­ur í eins árs fang­elsi, en hafði áður hlotið tveggja ára dóm í héraði. Þarf maður­inn jafn­framt að greiða stúlk­unni 1,8 millj­ón í bæt­ur og máls­kostnað upp á 2,4 millj­ón­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert