Á ekki að koma fulltrúum á óvart

Vöruhúsið við Álfabakka 2.
Vöruhúsið við Álfabakka 2. Ljósmynd/Aðsend

Hall­dór Þorkels­son, lög­fræðing­ur fram­kvæmdaaðila í Álfa­bakka 2, seg­ir for­svars­menn fé­lags­ins hafa átt í mikl­um sam­skipt­um við full­trúa borg­ar­inn­ar vegna máls­ins. Því sé vand­séð hvernig fram­kvæmd­in eigi að koma full­trú­um borg­ar­inn­ar á óvart.

Til­efnið er að full­trú­ar borg­ar­inn­ar, þar með tal­in Dóra Björt Guðjóns­dótt­ir, formaður um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs, hafa sagt málið koma sér í opna skjöldu. Hall­dór seg­ir hins veg­ar marga full­trúa borg­ar­inn­ar, m.a. á sviði skipu­lags­full­trúa og bygg­ing­ar­full­trúa, hafa komið að mál­inu.

Þá seg­ir Hall­dór aðspurður að bygg­ing­ar­heim­ild­ir hafi ekki verið full­nýtt­ar en fram­kvæmdaaðili hafi engu að síður greitt fyr­ir þær all­ar.

„Þar af leiðandi fór­um við fram á breyt­ing­ar á gild­andi deili­skipu­lagi þannig að bygg­ing­ar­magn á þess­ari lóð yrði fært niður í 11.500 fer­metra. Það var ekki fall­ist á þá beiðni.“

Hæga­gang­ur hjá borg­inni

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins seinkaði verk­efn­inu vegna tafa af hálfu Reykja­vík­ur­borg­ar. Skýrðust þær meðal ann­ars af því að borg­in vildi taka af­stöðu til álita­efna á borð við fjölda bíla­stæða. Því var aðkoma borg­ar­inn­ar margþætt.

Hall­dór seg­ir það upp­lif­un fram­kvæmdaaðila að ferlið, þ.e.a.s. und­ir­bún­ings­ferlið, hafi tekið veru­lega og óþarf­lega lang­an tíma.

Þá vík­ur Hall­dór að full­yrðing­um um stór­aukna um­ferð í Suður-Mjódd vegna þeirr­ar starf­semi sem verður í hús­inu. Það sé við hæfi að fram komi að um­ferð vöru­flutn­inga­bif­reiða eða annarra stærri tækja í tengsl­um við kjötvinnslu verði óveru­leg og ekki lík­leg til að valda ná­grönn­um ónæði.

Loks hafi samþykki skipu­lags­full­trúa fyr­ir starf­semi kjötvinnslu verið for­senda leigu­samn­ings við leigu­taka í nýja hús­inu.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert