Hæstiréttur hafnar kröfu Þorsteins Más

Þorsteinn Már vildi fá dómkvaddan matsmann til þess að skoða, …
Þorsteinn Már vildi fá dómkvaddan matsmann til þess að skoða, rannsaka og lýsa efni þriggja harðra tölvudiska sem Seðlabankinn tók í húsleit. mbl.is/Hákon

Hæstirétt­ur hef­ur hafnað kröfu Þor­steins Más Bald­vins­son­ar um dóm­kvaðningu mats­manns í miska­bóta­máli gegn Seðlabanka Íslands.

Per­sónu­vernd úr­sk­urðaði á síðasta ári að varðveisla Seðlabank­ans á per­sónu­upp­lýs­ing­um um Þor­stein hafi ekki sam­rýmst lög­um um per­sónu­vernd.

Um er að ræða gögn sem safnað var við hús­leit Seðlabank­ans hjá Sam­herja í mars 2012, þar sem Sam­herji var grunaður um brot á gjald­eyr­is­lög­um. Ekk­ert varð úr þeim mála­til­búnaði Seðlabank­ans.

Seðlabank­inn vildi ekki greiða tákn­ræna upp­hæð

Aðdrag­andi máls­ins er sá að við hús­leit­ina í mars 2012 lagði Seðlabank­inn hald á mikið magn af ra­f­ræn­um gögn­um, um sex þúsund gíga­bæti, sem geymd voru á þrem­ur hörðum disk­um.

Þau gögn voru enn í vörslu Seðlabank­ans vorið 2020, einu og hálfu ári eft­ir að mál­inu lauk, en Seðlabank­inn af­henti héraðssak­sókn­ara gögn­in.

Þor­steinn höfðaði miska­bóta­mál gegn Seðlabank­an­um þar sem Seðlabank­inn hafnaði því að greiða Þor­steini tákn­ræna upp­hæð vegna brota bank­ans á per­sónu­vernd­ar­lög­um.

Vildi fá mats­mann til að sanna að per­sónu­upp­lýs­ing­ar væru á disk­un­um

Þor­steinn krafðist þess að fall­ist yrði á mats­beiðni sem hann hafði lagt fram í mál­inu og að dóm­kvaðning mats­manns næði fram að ganga.

Vildi hann fá dóm­kvadd­an mats­mann til þess að skoða, rann­saka og lýsa efni þriggja harðra tölvudiska og gefa skrif­legt og rök­stutt álit á fjór­tán nán­ar til­greind­um atriðum.

Með þessu vildi hann sanna og lýsa þeirra staðreynd að á disk­un­um væru per­sónu­upp­lýs­ing­ar um sig.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í dómsal við aðalmeðferð í …
Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, í dómsal við aðalmeðferð í skaðabóta­máli Sam­herja gegn Seðlabanka Íslands. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Ekki nýtt sér öll úrræði sem hon­um standa til boða

Hæstirétt­ur seg­ir í niður­stöðu sinni að Þor­steinn hafi ekki til­greint ná­kvæm­lega eða lagt fram gögn um sig sem hann tel­ur vera að finna á hörðu disk­un­um.

Einnig seg­ir Hæstirétt­ur að Þor­steinn hafi ekki reynt á að nýta sér þau úrræði sem hann hef­ur sam­kvæmt lög­um til að beina kröfu að héraðssak­sókn­ara um að embættið af­hendi hon­um tölvudisk­ana eða staðfesti að nán­ar til­greind gögn séu á þeim og láta þannig reyna á skyldu embætt­is­ins að þessu leyti.

Umbeðin mats­gerð „ber­sýni­lega til­gangs­laus“

Þá seg­ir Hæstirétt­ur að jafn­vel þó að dóm­kvadd­ur matsmaður myndi finna meint per­sónu­gögn þá myndi það ekki jafn­gilda því að gögn­in yrðu sjálf­krafa meðal gagna í mál­inu gegn Seðlabank­an­um.

Eft­ir sem áður væri það hlut­verk dóm­ara að meta hvort að gögn­in inni­héldu per­sónu­upp­lýs­ing­ar.

„Slík skoðun og úr­lausn dóm­ara get­ur þó ekki komið til ef þau gögn sem um ræðir eru ekki hluti máls­gagna en jafn­framt fengi sókn­araðili [Seðlabank­inn] þá ekki notið jafn­ræðis í mál­inu. Við þess­ar aðstæður er umbeðin mats­gerð varn­araðila [Þor­steins] ber­sýni­lega til­gangs­laus til sönn­un­ar á þeim at­vik­um sem hann bygg­ir mála­til­búnað sinn á,“ seg­ir í niður­stöðu Hæsta­rétt­ar.

Þarf að greiða Seðlabank­an­um 800 þúsund krón­ur

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur úr­sk­urðaði Seðlabank­an­um í vil, Lands­rétt­ur úr­sk­urðaði Þor­steini í vil en nú hef­ur Hæstirétt­ur kveðið upp dóm í mál­inu og hafnað kröfu Þor­steins.

Þá er hon­um gert að greiða Seðlabank­an­um 800.000 krón­ur í kæru­máls­kostnað fyr­ir Lands­rétti og Hæsta­rétti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert