Háttsemin fól í sér misnotkun á líkama stúlkunnar

Fram kemur í dómnum að brotið raskaði högum konunnar og …
Fram kemur í dómnum að brotið raskaði högum konunnar og hafi haft slæmar afleiðingar fyrir líf hennar. Ljósmynd/Colourbox

Hæstirétt­ur hef­ur staðfest dóm Lands­rétt­ar þar sem Gareese Jos­hua Gray var dæmd­ur í tveggja ára fang­elsi fyr­ir nauðgun. At­vikið átti sér stað í júlí 2021.

Gareese var ákærður fyr­ir nauðgun í sept­em­ber 2022 með því að hafa sest klof­vega ofan á stúlku, haldið henni niðri og nuddað getnaðarlim sín­um við and­lit henn­ar þar til hann fékk sáðlát yfir það.

Héraðsdóm­ur Norður­lands eystra dæmdi í mál­inu 8. fe­brú­ar 2023. Hann taldi að heim­færa ætti brot Gareese und­ir 209. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga.

Þar seg­ir: „Hver sem með lostugu at­hæfi sær­ir blygðun­ar­semi manna eða er til op­in­bers hneyksl­is skal sæta fang­elsi allt að 4 árum, en [fang­elsi allt að 6 mánuðum] 1) eða sekt­um ef brot er smá­vægi­legt.“

Lands­rétt­ur taldi hins veg­ar brot manns­ins falla und­ir „önn­ur kyn­ferðismök“ í 1. mgr. 194. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga, en dóm­ur Lands­rétt­ar féll 23. fe­brú­ar 2023.

Líta verður til at­vika í heild

Hæstirétt­ur tók fram að dóma­fram­kvæmd hefði ekki verið fylli­lega ein­hlít um heim­færslu hátt­semi af þessu tagi. Rétt­ur­inn taldi að líta yrði til at­vika í heild og aðstæðna hverju sinni.

Horfa yrði til þess að Gareese hefði verið klof­vega yfir stúlk­unni og varnað henni undan­komu sam­tím­is því að fróa sér nærri and­liti henn­ar þangað til hann hafði sáðlát yfir það. Hátt­sem­in fæli í sér mis­notk­un á lík­ama stúlk­unn­ar og væri til þess fall­in að veita hon­um kyn­ferðis­lega út­rás.

Dæmd­ur til að greiða miska­bæt­ur og all­an áfrýj­un­ar­kostnað

Var því talið að um hafi verið að ræða önn­ur kyn­ferðismök í skiln­ingi 1. mgr. 194. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga.

Maður­inn var því dæmd­ur í tveggja ára fang­elsi og til þess að greiða stúlk­unni 2.000.000 krón­ur í miska­bæt­ur. Hann var enn frem­ur dæmd­ur til að greiða all­an áfrýj­un­ar­kostnað máls­ins, sam­tals 1,9 millj­ón­ir kr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert