Rafbyssur: Ágreiningur, áhrif og sturlunarástand

Jón Gunnarsson undirritaði reglugerð sem heimilaði lögreglu að nota rafbyssur …
Jón Gunnarsson undirritaði reglugerð sem heimilaði lögreglu að nota rafbyssur sem almennt valdbeitingartæki. Svandís Svavarsdóttir var andsnúin ákvörðuninni. Samsett mynd/Óttar/Eggert/Karítas

Lög­regl­an þurfti í gær í fyrsta sinn að beita raf­byssu í aðgerðum sín­um síðan að hún fór að ganga um með raf­byss­ur í sept­em­ber. Í þessu til­felli þurfti að yf­ir­buga mann­eskju vopnaða hnífi.

Í ljósi at­viks­ins í gær er ágætt að fara yfir hvað raf­byss­ur gera, aðdrag­anda þess að þær eru í notk­un og viðhorf Íslend­inga til notk­un­ar lög­regl­unn­ar á þeim, en sam­kvæmt könn­un Gallup eru Íslend­ing­ar hlynnt­ir beit­ingu raf­byssna við slík­ar aðstæður.

Lög­regl­an á Íslandi not­ast við raf­byss­ur af gerðinni Taser 10 (T10) sem eru fram­leidd­ar af Axon. Raf­byss­urn­ar skjóta frá sér píl­um sem gefa frá sér 22-44 raf­púlsa á sek­úndu í fimm sek­úndna hrin­um.

Raf­straum­ur­inn hef­ur tíma­bund­in áhrif á vilj­a­stýrðar vöðva­hreyf­ing­ar.

Svandís var and­snú­in ákvörðun Jóns

Í regl­um um vald­beit­ingu lög­reglu­manna og meðferð og notk­un vald­beit­ing­ar­tækja og vopna var – fyr­ir breyt­ingu – að finna heim­ild rík­is­lög­reglu­stjóra til að heim­ila lög­reglu notk­un raf­magns­vopna í sér­stök­um til­fell­um.

Jón Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra, und­ir­ritaði reglu­gerð und­ir lok árs 2022 sem heim­ilaði lög­reglu að nota raf­byss­ur sem al­mennt vald­beit­ing­ar­tæki við störf sín. 

Jón Gunnarsson heimilaði notkunina.
Jón Gunn­ars­son heim­ilaði notk­un­ina. mbl.is/Ó​ttar

Til­kynnti hann að ráðist yrði í þess­ar breyt­ing­ar í aðsendri grein í Morg­un­blaðið 30. des­em­ber 2022, en hann til­kynnti rík­is­stjórn­inni það ekki fyr­ir birt­ingu grein­ar­inn­ar sam­kvæmt þáver­andi for­sæt­is­ráðherra Katrínu Jak­obs­dótt­ur. Varð málið strax um­deilt meðal flokka eins og Vinstri grænna og Pírata.

Katrín Jak­obs­dótt­ir gerði at­huga­semd á fundi rík­is­stjórn­ar í árs­byrj­un 2023 um að málið hefði ekki verið kynnt inn­an rík­is­stjórn­ar.

Á sama fundi var það bókað í fund­ar­gerð að Svandís Svavars­dótt­ir, þáver­andi mat­vælaráðherra, óskaði eft­ir því að hún væri „and­snú­in ákvörðun dóms­málaráðherra og gerði at­huga­semd við það hvernig málið hafði verið unnið.“

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, var ekki hlynnt ákvörðun Jóns.
Svandís Svavars­dótt­ir, formaður Vinstri grænna, var ekki hlynnt ákvörðun Jóns. mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir

Rúm­lega helm­ing­ur hlynnt­ur því að lög­regl­an beri raf­byss­ur 

Aðeins menntaðir lög­reglu­menn, sem fengið hafa til þess þjálf­un, eiga að bera raf­byss­ur og er mikið eft­ir­lit með notk­un þeirra m.a. í formi sjálf­virkra skrán­inga og sjálf­virkr­ar myndupp­töku úr búk­mynda­vél. Töl­fræði yfir notk­un raf­varn­ar­vopna og annarra vald­beit­inga­tækja á að vera gerð op­in­ber með reglu­bundn­um hætti á vef lög­reglu.

Gallup gerði í sum­ar könn­un um af­stöðu Íslend­inga til notk­un­ar lög­regl­unn­ar á raf­byss­um. Fram kom að 51,1% Íslend­inga væru hlynnt­ir því að lög­regl­an bæri raf­byss­ur á sama tíma og 29,6% voru and­víg­ir. Þá voru 19,3% hvorki né.

Einnig kom fram að 78,4% væru hlynnt­ir því að lög­regl­an myndi beita raf­byss­um ef aðili væri vopnaður hníf, eins og gerðist í gær. Má því áætla að flest­ir Íslend­ing­ar séu hlynnt­ir beit­ingu lög­regl­unn­ar á raf­byssu í gær.

Lög­regl­an kall­ar raf­byss­ur „raf­varn­ar­vopn“

Lög­regl­an kall­ar raf­byss­ur „raf­varn­ar­vopn“ en í dag­legu tali er þó talað um raf­byss­ur og hafa fjöl­miðlar einnig oft­ast gert það.

Fjöln­ir Sæ­munds­son, formaður Lands­sam­bands lög­reglu­manna, var spurður af mbl.is árið 2022 af hverju lög­regl­an talaði um raf­varn­ar­vopn en ekki raf­byss­ur:

„Við höf­um kosið að kalla þetta ekki byss­ur af því að við lít­um þannig á að þetta sé ekki síst til að verja lög­reglu­menn, að þetta sé einskon­ar sjálfs­varn­ar­vopn. En auðvitað er þetta notað til að yf­ir­buga það fólk sem stend­ur ógn á.“

Þeir sem eru skotn­ir finna fyr­ir mikl­um sárs­auka

Lög­regl­an sendi bréf á heil­brigðis­starfs­menn í sum­ar, sem mbl.is hef­ur und­ir hönd­um, til að upp­lýsa þá um hvernig eigi að meðhöndla sjúk­linga sem hafa verið skotn­ir með raf­byss­um.

„Ein­stak­ling­ur­inn finn­ur fyr­ir mikl­um sárs­auka og vöðvar viðkom­andi herp­ast sam­an sem get­ur valdið því að ein­stak­ling­ur fell­ur niður, eft­ir því hvar píl­urn­ar hæfa en það er hluti af þjálf­un lög­reglu­manna að taka til­lit til ör­ygg­is í um­hverf­inu eins og frek­ast er unnt þegar raf­varn­ar­vopn­inu er beitt,“ seg­ir í bréf­inu.

Fram kem­ur að ein­stak­ling­ar, sem bera ein­kenni þess að vera með æs­ing­sóráðsheil­kenni [sturlun­ar­ástand og hækkaður lík­ams­hiti] eft­ir að hafa verið skotn­ir með raf­byssu, þurfi að rann­saka vand­lega.

„Ekki er ástæða til að ætla að óráð eða auk­inn lík­ams­hiti or­sak­ist af beit­ingu raf­varn­ar­vopns­ins, held­ur er ástæðan frek­ar t.d. áhrif vímu­efna. Þau fáu dæmi um brátt and­lát sem þekkt eru eft­ir beit­ingu raf­varn­ar­vopna tengj­ast oft æs­ing­sóráðsheil­kenni,“ seg­ir í bréf­inu.

Eng­in gögn benda til þess að raf­byss­ur geti haft áhrif á gangráð eða ígrætt hjart­astuðtæki, að er kem­ur fram í bréf­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert