Krefja Sigurð um miskabætur vegna morðsins

Frá rannsókn lögreglu í september.
Frá rannsókn lögreglu í september. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sig­urður Fann­ar Þórs­son, sem ákærður er fyr­ir að hafa banað dótt­ur sinni, Kolfinnu Eld­eyju, í sept­em­ber, er kraf­inn um miska­bæt­ur til móður Kolfinnu að fjár­hæð 5 millj­ón­ir króna auk vaxta frá 15. sept­em­ber 2024 þar til mánuður er liðinn frá birt­ingu kröf­unn­ar. 

Munu síðan drátt­ar­vext­ir taka við frá þeim degi til greiðslu­dags. 

Mál Sig­urðar var þing­fest í Héraðsdómi Reykja­ness í dag en Sig­urður mætti ekki til þing­fest­ing­ar­inn­ar og hef­ur þar af leiðandi ekki tekið af­stöðu um sök í mál­inu. 

Einnig kraf­ist að Sig­urður greiði út­far­ar­kostnað

Í ákær­unni á hend­ur Sig­urði, sem mbl.is hef­ur und­ir hönd­um, seg­ir enn frem­ur að þess sé kraf­ist að hon­um verði gert að greiða móður Kolfinnu út­far­ar­kostnað að fjár­hæð 1,5 millj­ón­ir króna og máls­kostnað að mati dóms­ins eða sam­kvæmt síðar fram­lögðum máls­kostnaðar­reikn­ingi, að viðbætt­um virðis­auka­skatti á máls­flutn­ingsþókn­un.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert