Myndskeið: Útkall í Árbæjarskóla

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í Árbæjarskóla fyrr í kvöld eftir að reykskynjari í skólanum fór í gang. 

Að sögn varðstjóra var engin hætta á ferðum og er nú annar bíllinn farinn af vettvangi. 

Einn er þó eftir þar sem verið er að skoða hvað olli því að reykskynjarinn fór í gang en að sögn varðstjóra mátti einnig finna skrýtna lykt á staðnum sem er til skoðunar.

Frá Árbæjarskóla fyrr í kvöld.
Frá Árbæjarskóla fyrr í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert