Það verður breytileg átt 3-10 m/s á landinu í dag. Á vestanverðu landinu verða dálítil él eða skúrir en snjókoma eða rigning austanlands, en rofar þar til til síðdegis. Hitinn verður í kringum frostmark.
Á morgun gengur í norðan og norðvestan 8-15 m/s. Það verða él á norðanverðu landinu, en þurrt sunnan til. Það bætir í vindinn austanlands annað kvöld. Frost verður á bilinu 2-8 stig.
Veðurspáin fyrir aðfangadag og jóladag gerir ráð fyrir suðvestan átt með éljum en björtu veðri á Norðaustur- og Austurlandi. Frost verður á bilinu 1-6 stig.