Erlend hjón handtekin á Keflavíkurflugvelli

Nýverið voru erlend hjón handtekin á Keflavíkurflugvelli við komuna til …
Nýverið voru erlend hjón handtekin á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins með 34 kg af kannabisefnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ný­verið voru er­lend hjón hand­tek­in á Kefla­vík­ur­flug­velli við kom­una til lands­ins með 34 kg af kanna­bis­efn­um. Fík­n­efn­in fund­ust við leit toll­v­arða í tveim­ur ferðatösk­um er fólkið hafði meðferðis. Til­gang­ur ferðar virðist hafa verið sá eini að flytja fíkni­efni til lands­ins og þiggja greiðslu fyr­ir.

Frá þessu er greint á vef lög­regl­unn­ar en þar kem­ur fram að það sem af er þessu ári hafi lög­regl­an á Suður­nesj­um hald­lagt 158 kg af maríjú­ana, 21 kg af hassi, 35 kg af kókaíni, tæp­lega 19000 stk. af MDMA, um 2000 skammta af LSD og  7000 stk. af OxyCont­in.

Fram kem­ur að flest mál­anna eigi upp­runa sinn á landa­mæt­un­um að til­stuðlan ár­vök­ula toll­v­arða.

Í bráðaaðgerð á Land­spít­ala

„Mikið og gott sam­starf er á milli lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um og toll­gæsl­unn­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli. Árið 2023 hald­lagði lög­regl­an á Suður­nesj­um 125 kg af maríjú­ana og 15.5 kg af hassi, en svipað magn af öðrum ólög­leg­um efn­um,“ seg­ir á vef lög­regl­unn­ar.

Mesta magn sem ein­stak­ling­ur flutti í lík­ama sín­um á ár­inu 2024 voru 140 pakkn­ing­ar sem reynd­ust inni­halda 1,47 kg af kókaíni. Slík flutn­ingsaðferð er lífs­hættu­leg og var t.a.m. einn ein­stak­ling­ur færður í bráðaaðgerð á Land­spít­ala í Foss­vogi þar sem pakkn­ing­ar sem inni­héldu fljót­andi kókaín fest­ust í melt­ing­ar­vegi viðkom­andi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert