Helgi Magnús mætir til starfa í dag

Helgi Magnús vararíkissaksóknari mætir til starfa hjá Sigríði ríkissaksóknara í …
Helgi Magnús vararíkissaksóknari mætir til starfa hjá Sigríði ríkissaksóknara í dag. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Það er mein­ing­in að mæta á skrif­stof­una á morg­un,“ seg­ir Helgi Magnús Gunn­ars­son vara­rík­is­sak­sókn­ari í sam­tali við Morg­un­blaðið, spurður hvenær hann hygg­ist mæta til starfa hjá embætti rík­is­sak­sókn­ara.

Rætt var við Helga Magnús í gær, fimmtu­dag.

Svo sem kunn­ugt er krafðist Sig­ríður J. Friðjóns­dótt­ir rík­is­sak­sókn­ari þess að dóms­málaráðherra viki Helga Magnúsi frá störf­um, vegna tján­ing­ar hans og orðfær­is í op­in­berri umræðu, eins og kom­ist var að orði, og hátt­semi hans væri ósæmi­leg og ósam­rýman­leg starfi hans. Dóms­málaráðherra var ekki sama sinn­is og hafnaði því að víkja Helga Magnúsi frá störf­um.

Helgi Magnús hef­ur glímt við al­var­leg veik­indi und­an­farna mánuði og hef­ur af þeim sök­um verið í leyfi frá störf­um. Hann seg­ir að út­gefið lækn­is­vott­orð kveði á um að hann verði vinnu­fær í dag, föstu­dag, og á von á því að það mat lækn­is standi.

Gangi það eft­ir mæti hann til starfa hjá embætti rík­is­sak­sókn­ara í dag.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert