Starfshópur rýnir í beitingu rafbyssu í vikunni

Lögreglan þurfti að beita rabyssu til að yfirbuga manneskju vopnaða …
Lögreglan þurfti að beita rabyssu til að yfirbuga manneskju vopnaða hnífi á þriðjudag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Starfs­hóp­ur skipaður af dóms­málaráðuneyt­inu mun rýna í at­vik sem gerðist á þriðju­dag­inn er lög­regl­an þurfti í fyrsta sinn að beita raf­byssu til að yf­ir­buga mann­eskju í aðgerðum sín­um. 

Þetta staðfest­ir Helena Rós Sturlu­dótt­ir, sam­skipta­stjóri rík­is­lög­reglu­stjóra, í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn mbl.is.

Hún seg­ir að ráðuneytið hafi skipað starfs­hóp­inn en hlut­verk hans er að yf­ir­fara hvert til­felli þar sem raf­byssa er notuð.

„Hóp­ur­inn mun koma sam­an og yf­ir­fara málið sem þú vís­ar til,“ skrif­ar Helena aðspurð en í þessu til­felli þurfti að yf­ir­buga mann­eskju vopnaða hnífi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert