Áslaug Arna sögð hafa bjargað mannslífi í gærkvöldi

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fráfarandi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fráfarandi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fráfarandi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, bjargaði mannslífi á veitingastaðnum Kastrup í gærkvöld að sögn eiganda staðarins. 

Í Facebook-færslu greinir Jón Mýrdal frá því að matur hafi staðið í einum af gestum staðarins. Hann hafi lyppast niður og ekki náð andanum. 

„Margir voru á staðnum og mikið fát myndaðist og enginn vissi hvað ætti að gera en Áslaug gekk beint til verks og beitti Heimlich-aðferðinni og bjargaði lífi þessarar manneskju,“ segir í færslunni. 

Jón Mýrdal, veitingamaður á Kastrup.
Jón Mýrdal, veitingamaður á Kastrup. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hringt var á sjúkrabíl og voru sjúkraflutningamenn sammála um að Áslaug Arna hefði bjargað lífi gestsins. 

Í lok færslunnar þakkar Jón Áslaugu Örnu fyrir viðbrögð hennar og í viðtali við Rúv í nótt sagði hann að gestinum hefði ekki orðið meint af og verið staðráðinn í að fara á tónleika sem hann átti miða á sama kvöld.

Áslaug Arna deildi mynd á samfélagsmiðlum af aðstoðarmönnum sínum kveðja háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunaráðuyneytið á fimmtudag. Síðasti rík­is­ráðsfund­ur starfs­stjórn­ar­inn­ar verður á Bessa­stöðum klukk­an 15 í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert