Lög um hvalveiðar úrelt og krefjast endurskoðunar

Hún segir lög um hvalveiðar verði skoðuð á kjörtímabilinu.
Hún segir lög um hvalveiðar verði skoðuð á kjörtímabilinu. Samsett mynd/mbl.is

Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra Íslands, segir að lög um hvalveiðar á Íslandi séu úrelt og krefjist endurskoðunar.

Þetta kemur fram í samtali hennar við blaðamann mbl.is á Bessastöðum að loknum fyrsta ríkisráðsfundi nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins.

Bjarni Bene­dikts­son, sem þá var starf­andi mat­vælaráðherra, gaf 5. desember út leyfi til veiða á langreyðum til Hvals hf. auk leyf­is til veiða á hrefnu til tog- og hrefnu­veiðibáts­ins Hall­dórs Sig­urðsson­ar ÍS 14, sem er í eigu fé­lags­ins Tjald­tanga.

Lög um hvalveiðar „mjög gömul“

Kristrún segir að leyfisveitingin, jafnt eins og önnur mál, verði skoðuð.

„Staðreyndin er auðvitað þannig í dag að það eru leyfðar hvalveiðar í landinu. Þannig lögum samkvæmt þá eru auðvitað leyfðar hvalveiðar,“ segir hún en bætir svo við:

„Við vitum öll hins vegar að þau lög eru mjög úrelt, þau eru mjög gömul og þau munu krefjast ákveðinnar endurskoðunar. Þannig þetta er bara eitthvað sem verður skoðað núna á kjörtímabilinu og við munum leggjast yfir og nýr atvinnuvegaráðherra mun þurfa að skoða þetta vel,“ segir Kristrún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert