Þetta eru ráðherrar ríkisstjórnarinnar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Kristrún Frostadóttir og Inga Sæland.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Kristrún Frostadóttir og Inga Sæland. mbl.is/Eyþór

Stefnuyfirlýsing Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins var kynnt í Hafnarfirði í dag. Var þar ný ráðherraskipan kynnt en 11 nýir ráðherrar voru kynntir til sögunnar. Fjórir koma úr röðum Samfylkingar, fjórir frá Viðreisn og þrír úr Flokki fólksins.

Sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, að með því að fækka ráðuneytum úr 12 í 11 sparist nokkur hundruð milljónir króna.

„Við ætlum að gera breytingar á menningar-, viðskipta og ferðamálaráðuneytinu. Því verður í raun skipt upp,“ sagði hún.

Stjórnarsáttmálinn undirritaður.
Stjórnarsáttmálinn undirritaður. mbl.is/Eyþór

Viðskipta- og ferðamálaráhlutinn verður færður yfir í matvælaráðuneytið og verður að  atvinnuvegaráðuneyti.

Menningarráðuneytið sameinast í háskóla-, viðskipta- og nýsköpunarráðuneyti. 

„Við verðum þá með menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti.“

Húsnæðismálin verða flutt úr innviðaráðuneytinu yfir í félagsmálaráðuneytið. Innviðaráðuneyti verður þannig að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið verður að félags- og húsnæðismálaráðuneyti.

Kristrún forsætisráðherra

Eins og flestir bjuggust við verður Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, forsætisráðherra.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, verður utanríkisráðherra. Er hún þar í lykilhlutverki í Evrópumálum en þjóðaratkvæðagreiðsla um Evrópusambandið er á dagskrá.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, verður félags- og húsnæðismálaráðherra enda hefur sá málaflokkur verið áberandi í hennar málflutningi bæði á þingi og í kosningabaráttunni í ár.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og …
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Samsett mynd/mbl.is/Kristinn Magnússon/Arnþór

Alma verður heilbrigðisráðherra

Jóhann Páll Jóhannsson, sem var þingmaður Samfylkingarinnar á síðasta kjörtímabili, verður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Logi Már Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra

Alma Möller, fyrrverandi landlæknir, verður heilbrigðisráðherra. 

Forseti þingsins verður Þórunn Sveinbjarnardóttir.

Nýir ráðherrar Samfylkingar: Jóhann Páll Jóhannsson, Logi Már Einarsson og …
Nýir ráðherrar Samfylkingar: Jóhann Páll Jóhannsson, Logi Már Einarsson og Alma Möller. Samsett mynd

Fjármálaráðherra utan þings

Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar, verður fjármála- og efnahagsráðherra. Athygli vekur að hann er ekki þingmaður flokksins en er það þó ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist.

Hanna Katrín Friðriksson frá Viðreisn verður nýr atvinnuvegaráðherra. Undir ráðuneytið munu falla málaflokkar landbúnaðar, sjávarútvegs og iðnaðar.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir frá Viðreisn verður dómsmálaráðherra.

Daði Már Kristófersson, Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir.
Daði Már Kristófersson, Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir. Samsett mynd

Eyjólfur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, verður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Ásthildur Lóa Þórsdóttir hjá Flokki fólksins verður mennta- og barnamálaráðherra.

Eyjólfur Ármannsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir.
Eyjólfur Ármannsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir. Samsett mynd
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert