„Nú get ég um frjálst höfuð strokið“

Sigurður Ingi ræddi við mbl.is við lyklaskiptin á innviðaráðuneytinu.
Sigurður Ingi ræddi við mbl.is við lyklaskiptin á innviðaráðuneytinu. mbl.is/Eyþór Árnason

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar, hef­ur af­hent Eyj­ólfi Ármanns­syni, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, lykl­ana að ráðuneyt­inu. Hann kveðst spennt­ur fyr­ir því að fara í stjórn­ar­and­stöðu og seg­ir nýja rík­is­stjórn boða út­gjöld sem ekki sé ljóst hvernig verði fjár­mögnuð.

Hvernig líst þér á að vera bú­inn að skilja við ráðuneytið?

„Það er auðvitað í senn smá svona tregi yfir því en það var nú fyr­ir­séð, þannig það er bara ágætt að það er frá. Nú get ég um frjálst höfuð strokið, farið og ein­beitt mér að stjórn­ar­and­stöðunni og tekið gott jóla­frí,“ seg­ir Sig­urður.

Sig­urður var innviðaráðherra stór­an hluta af kjör­tíma­bil­inu en tók við sem fjár­mála- og efna­hags­ráðherra eft­ir að Bjarni Bene­dikts­son varð for­sæt­is­ráðherra. Hann fór svo fyr­ir innviðaráðuneyt­inu í starfs­stjórn þar sem Vinstri græn neituðu að taka þátt. 

Innviðaráðuneytið verður aftur að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.
Innviðaráðuneytið verður aft­ur að sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneyt­inu. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Spennt­ur fyr­ir því að fara í stjórn­ar­and­stöðu

Aðspurður seg­ist hann spennt­ur fyr­ir því að fara í stjórn­ar­and­stöðu.

„Ég hlakka til að veita þess­ari rík­is­stjórn aðhald á grund­velli þess sem þau lofuðu fyr­ir kosn­ing­ar og hvernig þau munu síðan efna það gagn­vart kjós­end­um lands­ins,“ seg­ir Sig­urður.

Hann seg­ir að margt vanti í stjórn­arsátt­mála nýrr­ar rík­is­stjórn­ar miðað við mál­flutn­ing flokk­anna og að nokk­ur atriði í stjórn­arsátt­mál­an­um kalli á um­tals­verð út­gjöld en á sama tíma eigi að fara í hagræðingu.

„Að leggja niður ráðuneyti sem spar­ar nokk­ur hundruð millj­ón­ir mun aldrei dekka þann kostnað. Þá spyr ég bara hvernig á það að ger­ast á sama tíma og við ætl­um að halda áfram að lækka skuld­ir rík­is­sjóðs og ná niður verðbólgu og vöxt­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert