Staða Helga ekki háð „duttlungum Sigríðar“

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. Myndin …
Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. Myndin var tekin þegar Alþingi ákærði Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra fyrir Landsdómi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Helgi Magnús Gunn­ars­son vara­rík­is­sak­sókn­ari seg­ir stöðu sína bundna lög­um en ekki háða duttl­ung­um Sig­ríðar J. Friðjóns­dótt­ur rík­is­sak­sókn­ara. Henni beri að una ákvörðun ráðherra og að hún hafi ekk­ert með það að segja hver sé staðgeng­ill henn­ar. 

Þetta kem­ur fram í færslu Helga Magnús­ar Gunn­ars­son­ar vara­rík­is­sak­sókn­ara á Face­book.

„Ég er hvorki ráðinn né skipaður af rík­is­sak­sókn­ara held­ur ráðherra og er staða mín bund­in í lög­um en ekki háð duttl­ung­um Sig­ríðar J. Friðjóns­dótt­ur. Henni ber að una ákvörðun ráðherra sem er end­an­leg og bygg­ir á lög­bund­inni vald­heim­ild ráðherra.“

Fyrr í dag birt­ist til­kynn­ing á vef rík­is­sak­sókn­ara þar sem fram kom að Helga Magnús skorti al­mennt hæfi til að gegna embætti vara­rík­is­sak­sókn­ara. Af þeim sök­um telji Sig­ríður J. Friðjóns­dótt­ir rík­is­sak­sókn­ari að hún geti ekki út­hlutað verk­efn­um til hans.

Rík­is­sak­sókn­ari hafði áður óskað eft­ir því að dóms­málaráðherra myndi leysa Helga Magnús tíma­bundið frá störf­um en Guðrún Haf­steins­dótt­ir, þáver­andi dóms­málaráðherra, hafnaði beiðninni.

Ef­ast um vald Sig­ríðar til að hundsa niður­stöðu ráðherra

Í færslu Helga kem­ur fram að hann furði sig á ákvörðun Sig­ríðar að hafna kröfu dóms­málaráðherra.

„Það er ekk­ert nýtt í þessu máli. Ráðherra er sá sem fer með vald til að skipa í stöðu mína og leysa mig frá henni.“

Þá rit­ar hann enn frek­ar:

„Nú hef­ur Sig­ríður ákveðið að hundsa niður­stöðu ráðherra og sóa al­manna­fé með því að koma í veg fyr­ir að ég geti gegnt stöðu þeirri sem ég er skipaður til og unnið fyr­ir laun­um mín­um. Ég ef­ast stór­lega um að hún hafi vald til þessa. Ef það hef­ur hvarflað að Sig­ríði að nýr dóms­málaráðherra muni fella ákvörðun Guðrún­ar Haf­steins­dótt­ur úr gildi þá stenst slíkt ekki lög. Ákvörðun ráðherra um að hafna er­indi Sig­ríðar er end­an­leg.“

Í lok færsl­unn­ar kem­ur fram að hann telji það rangt sem Sig­ríður gefi í skyn í til­kynn­ingu sinni að hún feli hon­um störf sem staðgengli henn­ar.

„Um stöðu vara­rík­is­sak­sókn­ara er fjallað í lög­um og hef­ur rík­is­sak­sókn­ari ekk­ert um það að segja hver er staðgeng­ill henn­ar, það er vara­rík­is­sak­sókn­ari. Ég hef gegnt stöðu vara­rík­is­sak­sókn­ara í 13 ára eða jafn lengi og Sig­ríður sinni stöðu.“

Færslu Helga í heild sinni má lesa hér:

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert