Furðulega margir heppnir síðustu vikurnar

Einn vann tæpar 10 milljónir um helgina.
Einn vann tæpar 10 milljónir um helgina. mbl.is/Karítas

Heppn­in hef­ur verið með óvenju mörg­um Íslend­ing­um síðustu vik­urn­ar, að sögn Íslenskr­ar get­spár. Alls hafa sex manns verið með fyrsta vinn­ing í Lottó síðan 30. nóv­em­ber.

Í til­kynn­ingu frá Íslenskri get­spá seg­ir að karl­maður hafi einn verið með all­ar töl­ur rétt­ar í Lottó um síðustu helgi, sem tryggði hon­um rétt tæp­ar 10 millj­ón­ir.

„Vinn­ings­haf­inn var auðvitað him­in­lif­andi en þó hóg­værðin ein þegar hann gaf sig fram á skrif­stofu Íslenskr­ar get­spár í dag og sagðist mögu­lega end­ur­nýja bíl­inn á nýju ári, annað væri þó al­veg óráðið en vinn­ing­ur­inn væri að sjálf­sögðu mjög svo kær­kom­in sér­stak­lega svona síðustu helgi fyr­ir jól,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þar seg­ir enn frem­ur óvenju marg­ir hafi orðið millj­óna­mær­ing­ar af Lottó síðustu vik­urn­ar fyr­ir jól. Alls hafi sex manns verið með fyrsta vinn­ing síðan 30. nóv­em­ber. Svo muni að lág­marki 28 millj­óna­mær­ing­ar bæt­ast við laug­ar­dag­inn 28. des­em­ber þegar dregið verður í Millj­óna­leikn­um svo­kallaða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka